Óttuðust flóð sjúklinga til útlanda Svavar Hávarðsson skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Þúsundir manna bíða eftir aðgerðum langt umfram þann tíma sem landlæknir telur ásættanlegt. fréttablaðið/vilhelm Varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans urðu til þess að velferðarnefnd Alþingis setti sérstaka fyrirvara vegna innleiðingar Evróputilskipunar um réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.Réttur sjúklinga Um er að ræða breytingu á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum vegna tilskipunarinnar. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, þegar það kom fram í október 2015, var kveðið á um rétt sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, án takmarkana eins og fyrirframsamþykkis – að Sjúkratryggingum Íslands væri gert að endurgreiða kostnað eins og meðferðin hefði verið veitt hér heima. Þegar Kristján mælti fyrir málinu sagði hann að mat stjórnvalda væri að ekki verði algengt að sjúklingar kjósi frekar að sækja þjónustu út fyrir landsteinana.Varnaðarorð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir nefndaráliti velferðarnefndar í síðustu viku en þriðju og síðustu umræðu um málið lauk í gær. Hún segir að varnaðarorð sem bárust í umsögnum um málið, og umræður í nefndinni, hafi gert það að verkum að settar voru upp ákveðnar girðingar. Nefndin leggur til að ráðherra kveði í reglugerð á um hvenær sækja skuli um fyrirframsamþykki fyrir endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, öfugt við það sem áður var gert ráð fyrir. Í fyrrnefndum umsögnum koma fram þungar áhyggjur af málinu, og þá vegna langra biðlista eftir aðgerðum sem hrúgast hafa upp eftir hrun, en einnig vegna kjaradeilna heilbrigðisstarfsmanna.Ógn við öryggi Inntak umsagna landlæknis og Landspítalans var að fjárfestingar í tækjum, búnaði og mannskap í heilbrigðisþjónustu krefðust ákveðins lágmarksfjölda sjúklinga til að standa undir sér og vegna fámennis á Íslandi gæti það komið niður á framboði heilbrigðisþjónustu innanlands, einkum þjónustu sem krefðist mjög sérhæfðrar þekkingar, ef fjöldi sjúklinga leitaði heilbrigðisþjónustu erlendis. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Því má segja að vegna stöðu heilbrigðiskerfisins, og þá helst fjölda sjúklinga á biðlistum og langs biðtíma, hafi landlæknir og forsvarsmenn Landspítalans lýst áhyggjum af því að fólk færi í stórum stíl af landi brott til að sækja sér lækningu. Í umsögn Landlæknisembættisins sagði einfaldlega að mikilvægast væri þegar allt er talið „að standa vörð um og efla íslenskt heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum Íslendinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á Íslandi þar sem þekking, sérhæfing og þjálfun er þegar fyrir hendi“. Ragnheiður segir að þrátt fyrir vissar takmarkanir muni breytingin engu að síður nýtast vel, og það sé réttur sjúklinga að hafa þennan möguleika ef þeir fá ekki þjónustu hér heima innan þess tíma sem eðlilegur geti talist – en landlæknir hefur gefið út að hámarks biðtími eftir aðgerð eigi ekki að vera lengri en þrír mánuðir. „En við heyrum um fólk sem á að komast að árið 2019, og hver er þá staða þess sjúklings og lífsgæði miðað við að hann kæmist strax undir læknishendur,“ segir Ragnheiður og minnist á að rætt hafi verið um innan nefndarinnar að nýta mætti skurðstofur annars staðar en á Landspítalanum til að mæta biðlistum. Eins sé opnað á að fólk frá 31 Evrópulandi innan Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt heilbrigðisþjónustu til Íslands.Hápólitískt Fram kemur í gögnum Alþingis vegna málsins, og þingræðum, að góður samhljómur hafi verið innan velferðarnefndar um þessar lyktir mála. Hins vegar dregur það ekki úr því hvað málið er hápólitískt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þingræðu við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu að málið væri gott dæmi um ávinning af Evrópusamvinnu „þar sem fólk fær að losa sig undan ofbeldi eigin stjórnvalda, ef eigin stjórnvöld fólks kjósa að hlaða upp biðlistum eftir brýnni velferðarþjónustu“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem einnig er formaður velferðarnefndar, sagði að breytingarnar ættu að skapa þann þrýsting á stjórnvöld að halda biðlistum í lágmarki.Biðin allt of löngLandlæknir hefur sett fram þau viðmið um biðtíma að ekki eigi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða tiltekinni meðferð.Í lok síðasta árs birti embættið tölur um biðlista eftir sex valaðgerðum þar sem þeir eru lengstir. Samtals var beðið eftir tæplega 6.000 aðgerðum á þeim tímapunkti.Eftir tæplega 5.000 hafði verið beðið lengur en 90 daga. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Varnaðarorð landlæknis og forstjóra Landspítalans urðu til þess að velferðarnefnd Alþingis setti sérstaka fyrirvara vegna innleiðingar Evróputilskipunar um réttindi sjúklinga til heilbrigðisþjónustu yfir landamæri.Réttur sjúklinga Um er að ræða breytingu á lögum um sjúkratryggingar og á lyfjalögum vegna tilskipunarinnar. Í frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, þegar það kom fram í október 2015, var kveðið á um rétt sjúkratryggðra til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til annars ríkis innan Evrópska efnahagssvæðisins, án takmarkana eins og fyrirframsamþykkis – að Sjúkratryggingum Íslands væri gert að endurgreiða kostnað eins og meðferðin hefði verið veitt hér heima. Þegar Kristján mælti fyrir málinu sagði hann að mat stjórnvalda væri að ekki verði algengt að sjúklingar kjósi frekar að sækja þjónustu út fyrir landsteinana.Varnaðarorð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir nefndaráliti velferðarnefndar í síðustu viku en þriðju og síðustu umræðu um málið lauk í gær. Hún segir að varnaðarorð sem bárust í umsögnum um málið, og umræður í nefndinni, hafi gert það að verkum að settar voru upp ákveðnar girðingar. Nefndin leggur til að ráðherra kveði í reglugerð á um hvenær sækja skuli um fyrirframsamþykki fyrir endurgreiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, öfugt við það sem áður var gert ráð fyrir. Í fyrrnefndum umsögnum koma fram þungar áhyggjur af málinu, og þá vegna langra biðlista eftir aðgerðum sem hrúgast hafa upp eftir hrun, en einnig vegna kjaradeilna heilbrigðisstarfsmanna.Ógn við öryggi Inntak umsagna landlæknis og Landspítalans var að fjárfestingar í tækjum, búnaði og mannskap í heilbrigðisþjónustu krefðust ákveðins lágmarksfjölda sjúklinga til að standa undir sér og vegna fámennis á Íslandi gæti það komið niður á framboði heilbrigðisþjónustu innanlands, einkum þjónustu sem krefðist mjög sérhæfðrar þekkingar, ef fjöldi sjúklinga leitaði heilbrigðisþjónustu erlendis. Það gæti ógnað öryggi sjúklinga. Því má segja að vegna stöðu heilbrigðiskerfisins, og þá helst fjölda sjúklinga á biðlistum og langs biðtíma, hafi landlæknir og forsvarsmenn Landspítalans lýst áhyggjum af því að fólk færi í stórum stíl af landi brott til að sækja sér lækningu. Í umsögn Landlæknisembættisins sagði einfaldlega að mikilvægast væri þegar allt er talið „að standa vörð um og efla íslenskt heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum Íslendinga fyrir heilbrigðisþjónustu og að hún sé veitt á Íslandi þar sem þekking, sérhæfing og þjálfun er þegar fyrir hendi“. Ragnheiður segir að þrátt fyrir vissar takmarkanir muni breytingin engu að síður nýtast vel, og það sé réttur sjúklinga að hafa þennan möguleika ef þeir fá ekki þjónustu hér heima innan þess tíma sem eðlilegur geti talist – en landlæknir hefur gefið út að hámarks biðtími eftir aðgerð eigi ekki að vera lengri en þrír mánuðir. „En við heyrum um fólk sem á að komast að árið 2019, og hver er þá staða þess sjúklings og lífsgæði miðað við að hann kæmist strax undir læknishendur,“ segir Ragnheiður og minnist á að rætt hafi verið um innan nefndarinnar að nýta mætti skurðstofur annars staðar en á Landspítalanum til að mæta biðlistum. Eins sé opnað á að fólk frá 31 Evrópulandi innan Evrópska efnahagssvæðisins geti sótt heilbrigðisþjónustu til Íslands.Hápólitískt Fram kemur í gögnum Alþingis vegna málsins, og þingræðum, að góður samhljómur hafi verið innan velferðarnefndar um þessar lyktir mála. Hins vegar dregur það ekki úr því hvað málið er hápólitískt. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði í þingræðu við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu að málið væri gott dæmi um ávinning af Evrópusamvinnu „þar sem fólk fær að losa sig undan ofbeldi eigin stjórnvalda, ef eigin stjórnvöld fólks kjósa að hlaða upp biðlistum eftir brýnni velferðarþjónustu“. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem einnig er formaður velferðarnefndar, sagði að breytingarnar ættu að skapa þann þrýsting á stjórnvöld að halda biðlistum í lágmarki.Biðin allt of löngLandlæknir hefur sett fram þau viðmið um biðtíma að ekki eigi að bíða lengur en 90 daga eftir aðgerð eða tiltekinni meðferð.Í lok síðasta árs birti embættið tölur um biðlista eftir sex valaðgerðum þar sem þeir eru lengstir. Samtals var beðið eftir tæplega 6.000 aðgerðum á þeim tímapunkti.Eftir tæplega 5.000 hafði verið beðið lengur en 90 daga.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira