Rannsaka morðhótun í garð Salmanns Tamimi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. janúar 2016 07:00 Salmann Tamimi gleðst yfir því að loks standi til að rannsaka alvarlegar morðhótanir í hans garð einu og hálfu ári eftir að þær bárust, eftir ítrekun frá ríkissaksóknara. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira