Rannsaka morðhótun í garð Salmanns Tamimi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. janúar 2016 07:00 Salmann Tamimi gleðst yfir því að loks standi til að rannsaka alvarlegar morðhótanir í hans garð einu og hálfu ári eftir að þær bárust, eftir ítrekun frá ríkissaksóknara. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Ég mun fylgja því eftir að þessi mál fari í rannsókn, segir Eyrún Eyþórsdóttir um meinta hatursglæpi en hún er nýtekin við nýrri stöðu innan lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með rannsókn þeirra. Tvö mál verða fyrst til meðhöndlunar hjá Eyrúnu. Þau varða kærð ummæli sem Samtökin 78 telja hatursummæli og morðhótanir í garð Salmanns Tamimi sem honum bárust fyrir um tveimur árum eða í júnímánuði 2014. Í báðum þessum tilfellum lét lögregla málin niður falla, ákvarðanirnar voru hins vegar kærðar og ríkissaksóknari felldi úr gildi ákvörðun lögreglu. „Lögreglustjóri er að bregðast við þessu með þessu fyrirkomulagi. Mál er varða hatursglæpi munu hér eftir fara í gegnum mig, ég mun vakta þau, gefa ráð og fylgja þeim eftir. Ég mun ekki sjálf sjá um rannsókn málanna en hafa vissa umsjón með þeim,“ segir Eyrún.Eyrún Eyþórsdóttir hefur yfirumsjón með hatursglæpum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Eyrún segir hlutverk sitt einnig felast í því að mynda samband við félagasamtök og aðra sem hafa látið sig þessi mál varða. „Þetta snýst líka um fræðslu og forvarnir sem er líka hlutverk lögreglu að sinna. Fólk verður að taka höndum saman til að vinna gegn umburðarleysi og fordómum.“ Hún getur líka tekið við kærum fólks sem telur sig hafa orðið fyrir hatursglæp. „Fólk getur sett sig í samband við mig, eða sent mér póst á netfangið hatur@lrh.is og ég hvet fólk til þess, hafi það orðið fyrir hatursglæp eða vilji ræða þessi mál við mig.“ Salmann Tamimi gleðst yfir þeim fregnum að það eigi loks að taka upp rannsókn á morðhótun í hans garð. Salmann kærði hótunina til lögreglu. Hann segir hana hafa vakið mikinn ugg með honum og fjölskyldu hans. Hótunin var sett fram á netinu, beint sérstaklega til hans og honum tjáð að hann yrði fláður og drepinn. Hótunin var sett fram í samhengi við trú hans. „Ég var búinn að missa alla von, þetta eru góðar fréttir. við erum öll jöfn fyrir lögunum og við verðum að virða lög og reglur samfélagsins,“ segir Salmann.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira