Bloggarar ósáttir undir átröskunarhatti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 12:19 Bloggararnir Þórunn Ívarsdóttir og Hildur Ragnarsdóttir voru ekki mjög hrifnar af umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átraskanir. vísir Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016 Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira
Lífsstílsbloggarar landsins eru margir hverjir ósáttir við umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi um lífsstílsblogg og átröskun en í þættinum var rætt við bloggarana Þórunni Ívarsdóttur og Línu Birgittu Camillu Sigurðardóttur. Lína Birgitta hefur greint frá því opinberlega að hún hafi glímt við átröskunarsjúkdóminn lotugræðgi og var hún spurð út í þá reynslu en Þórunn er, eins og fleiri bloggarar, vægast sagt ósátt við framsetninguna í þættinum og það að lífsstílsbloggum og átröskun hafi verið blandað saman í umfjöllun Kastljóss.#kastljós. Það eru ekki allir bloggarar að farast úr útlitsdýrkun eða átröskun. Skrýtin umfjöllun sem óþarfi er tengja beint v.'tískublogg“.— Andrea Röfn (@andrearofn) February 16, 2016 Segja má að í fyrra hluta þáttarins hafi verið fjallað um bloggin út frá markaðsfræðilegu sjónarhorni þar sem bloggarar fjalla mikið um hinar ýmsu vörur og þjónustu sem þeir fá gjarnan að gjöf. Í seinni hluta þáttarins var sjónunum hins vegar beint að átröskun og hún tengd við lífsreynslu Línu af lotugræðgi. „Það var einhvern veginn eins og það væri verið að setja okkur öll undir sama hattinn, að við værum öll með átröskun, við værum öll veik. [...] Ég held að við séum bara ósátt við að við séum öll sett undir sama átröskunarhattinn,“ sagði Þórunn í viðtali um málið í Brennslunni í morgun.Sjá einnig: Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“Var ekki í viðtali um átröskun heldur bloggheiminn Hún kvaðst ekki hafa vitað af því þegar hún fór í viðtal við Kastljósið að einn vinkillinn í umfjölluninni yrði átröskun. „Það er ekkert frá mér um átröskun. Ég er í viðtali um bloggheiminn og ég er eiginlega svona að mata ofan í eldri kynslóðina hvernig þetta virkar, bara frá A-Ö. Bara til dæmis hvernig það virkar þegar við fáum sendar gjafir og hvað við þurfum að gera samkvæmt neytendalögum og öllu þessu. Og eins og þið sjáið bara í viðtalinu þá er ég aldrei með nein komment sem tengjast átröskun nema bara að ég finni ekki fyrir þessari pressu.“Þarf að koma svo mörgum hlutum frá mér í sambandi við Kastljós kvöldsins. Hér er byrjunin. #kastljós pic.twitter.com/qG7DvSGnG4— Hildur Ragnarsdóttir (@hilrag) February 16, 2016 „Diss á þá sem glíma við átröskun“ Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á tískuvefnum Trendnet, tók undir gagnrýni Þórunnar. Umfjöllun Kastljóss var einkennileg að hennar mati. „Ég tek auðvitað ofan af fyrir Línu Birgittu sem svona opinber karakter að viðurkenna að hún eigi við átröskun að stríða og það er alveg mjög „valid“ umræðuefni í heilan kannski Kastljósþátt. En að tengja það við blogg... tala um blogg sem markaðsmiðil og hoppa svo í það fannst mér diss á þá sem glíma við átröskun. Hún var ekki að segja að hún hefði fengið átröskun af því að hún er tískubloggari eða lífsstílsbloggari. Þannig að mér fannst þetta dálítið úr samhengi,“ sagði Hildur í samtali við Brennsluna í morgun.Bloggarar eins misjafnir og þeir eru margir Hún sagði að það hafi farið í taugarnar sér hvernig umræðan í þættinum hafi einhvern veginn snúist um það að allir bloggarar væru með útlitsdýrkun og fengu endalaust af fríu dóti og drasli. Hildur sagðist halda að það væru tæplega 100 aktívir lífsstílsbloggarar á landinu og að þeir væru misjafnir eins og þeir væru margir. „Það eru kannski ekkert allir að blogga fyrir sömu ástæðurnar. Það eru allir að vinna með sín eigin markmið hver svo sem þau eru. [...] Við Íslendingar eigum það til að alhæfa um ansi margt og þegar það koma einhverjar svona tvær stelpur sem eru bara mjög flottar þá verða þær svolítið svona target fyrir „Já, ok, eru sem sagt allir bloggarar svona.““Hér að neðan má hlusta á viðtölin við Þórunni og Hildi í heild sinni.Óhnitmiðuð og illa unnin umfjöllun. Aðeins fengin tvö sjónarhorn að þessum "bloggheimi" sem er ekki raunveruleiki okkar allra. #kastljós— HELGI OMARSSON (@justlikehelgi) February 16, 2016
Tengdar fréttir Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira
Manúela: „Ég sjálf er ekki með átröskun“ „Ég sjálf er ekki með átröskun, og mér finnst mjög gott að Lína Birgitta hafi opnað þessa umræðu,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir, fyrrum ungfrú Ísland, á Snapchat 17. febrúar 2016 12:00