Fordæma meðferð íslenskra stjórnvalda á hinsegin flóttafólki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2016 15:02 Einar Hildar Magnússon, formaður Samtakanna 78 vísir Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en Martin flúði heimaland sitt Nígeríu í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið á Íslandi í fjögur ár, er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp hér. „Amír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ´78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Amír á einnig brottflutning yfir höfði sér,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá telja þau ómannúðlegt að synja hælisumsóknum þegar umsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í allt að fjögur ár. Auk þess telja samtökin að Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin fólks og aðstöðumuninum á milli þeirra og annars flóttafólks. „Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.“ Yfirlýsingu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi.Martin flúði upprunaland sitt, Nígeríu, í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið hérlendis í fjögur ár. Hann er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp með farsælum hætti. Ámír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ‘78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Ámír á einnig brottflutning yfir höfði sér.Samtökin ‘78 telja ómannúðlegt að synja hælisumsóknum eftir að hælisumsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í sínum málum í allt að fjögur ár. Þessi töf gerir það að verkum að ábyrgðin liggur hjá yfirvöldum á Íslandi en ekki hjá yfirvöldum á Ítalíu. Lögmaður Martins hefur bent á að þessi aðgerð stríði gegn stjórnsýslulögum.Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin flóttafólks og aðstöðumuninum milli þeirra og annars flóttafólks. Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.Samtökin ‘78 vilja einnig vekja athygli á máli hælisleitanda frá Íran sem gengur undir íslenska nafninu Bogi. Hann hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks þar í landi og var látinn sæta pyntingum vegna þess. Hann áfrýjar nú synjun á umsókn sinni um hæli. Verði niðurstaðan neikvæð verður hann sendur til Þýskalands þar sem hann sætti meira ofbeldi af hálfu kvalara sinna en hann gerði í Íran, en þeir höfðu einnig flúið til Þýskalands. Þar má hann því búast við því að ofbeldið haldi áfram, en verði hann sendur áfram til Íran á hann yfir höfði sér dauðarefsingu vegna pólitískra skoðana sinna og stuðnings við hinsegin fólk þar í landi.Á báðum stöðum hefur hann sætt alvarlegu kynferðisofbeldi en á Íslandi á hann vini, tekur virkan þátt í félagslífi og starfar enn í þágu hinsegin fólks. Við förum fram á að íslensk yfirvöld veiti þessum bandamanni okkar, sem hefur sætt gegndarlausu ofbeldi og mannréttindabrotum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum hinsegin fólks í Íran, hæli tafarlaust.Undanfarið hafa gagnkynhneigðar fjölskyldur fengið hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Hinsegin karlmönnum, sem hafa byggt upp farsælt líf hérlendis, er aftur á móti vísað úr landi. Það þrátt fyrir að þeir hafi sætt alvarlegu ofbeldi á Ítalíu og eigi litla sem enga möguleika á öruggu og mannsæmandi lífi þar. Samtökin ‘78 spyrja því hvort skilaboðin sem hér er verið að senda séu þau að þeirra líf og velferð sé minna virði en annarra.Samtökin ‘78 styðja skilyrðislaust við rétt fólks sem býr við ógn og óöryggi í sínu heimalandi að leita sér betra lífs annarsstaðar. Sá réttur er hagsmunamál fyrir hinsegin fólk sem víða um heim býr við engin eða afar skert réttindi og viðvarandi ógn við líf sitt og heilsu, eins og glögglega má sjá á þeim málum sem hér hafa verið rakin.Samtökin ‘78 skora á stjórnvöld að endurskoða regluverk um útlendinga og krefjast þess um leið að hætt verði tafarlaust öllum brottvísunum flóttafólks og hælisleitenda til Grikklands, Ítalíu og annarra landa þar sem ljóst er að ekki er hægt að tryggja líf og heilsu fólks.Sýnum mannúð og manngæsku. Það er nóg pláss á Íslandi. Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Samtökin ´78 fordæma meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þar með talið synjun á hælisumsóknum þeirra Martin Omulu og Amír Shókrgózar og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum en Martin flúði heimaland sitt Nígeríu í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið á Íslandi í fjögur ár, er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp hér. „Amír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ´78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Amír á einnig brottflutning yfir höfði sér,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Þá telja þau ómannúðlegt að synja hælisumsóknum þegar umsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í allt að fjögur ár. Auk þess telja samtökin að Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin fólks og aðstöðumuninum á milli þeirra og annars flóttafólks. „Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.“ Yfirlýsingu Samtakanna ´78 má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ‘78 fordæma harðlega meðferð íslenskra yfirvalda á hinsegin flóttafólki, þ.m.t. synjun á hælisumsóknum Martin Omulu og Ámír Shókrgózár og yfirvofandi brottvísun þeirra úr landi.Martin flúði upprunaland sitt, Nígeríu, í kjölfar ofsókna og ofbeldis vegna kynhneigðar sinnar. Hann hefur búið hérlendis í fjögur ár. Hann er í tveimur störfum, leigir íbúð, á vini og hefur byggt líf sitt upp með farsælum hætti. Ámír hefur verið hér í styttri tíma en hefur þegar tekið virkan þátt í starfi Samtakanna ‘78 og látið gott af sér leiða til samfélagsins. Útlendingastofnun synjaði þeim báðum um efnislega meðferð á þeim forsendum að þeir væru þegar með hæli á Ítalíu. Í dag var Martin tilkynnt að flytja ætti hann úr landi á morgun, þann 18. febrúar. Ámír á einnig brottflutning yfir höfði sér.Samtökin ‘78 telja ómannúðlegt að synja hælisumsóknum eftir að hælisumsækjendur hafa beðið eftir úrskurði í sínum málum í allt að fjögur ár. Þessi töf gerir það að verkum að ábyrgðin liggur hjá yfirvöldum á Íslandi en ekki hjá yfirvöldum á Ítalíu. Lögmaður Martins hefur bent á að þessi aðgerð stríði gegn stjórnsýslulögum.Útlendingastofnun virðist ekki hafa fullan skilning á stöðu hinsegin flóttafólks og aðstöðumuninum milli þeirra og annars flóttafólks. Á Ítalíu bíður þeirra ekkert, hvorki vinna, húsnæði né tengslanet og því síður í heimalandi þeirra þar sem lífi þeirra er beinlínis ógnað. Einnig má benda á að á Ítalíu verða samkynhneigðir enn fyrir miklum fordómum, jafnvel árásum, vegna kynhneigðar sinnar og eykst vandinn til mikilla muna séu þeir þar að auki flóttamenn. Um þetta getur Ámír vitnað en hann varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi þar í landi. Almennt er staða hinsegin fólks afar slök á Ítalíu og réttindi þeirra að litlu sem engu leyti tryggð í lögum.Samtökin ‘78 vilja einnig vekja athygli á máli hælisleitanda frá Íran sem gengur undir íslenska nafninu Bogi. Hann hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks þar í landi og var látinn sæta pyntingum vegna þess. Hann áfrýjar nú synjun á umsókn sinni um hæli. Verði niðurstaðan neikvæð verður hann sendur til Þýskalands þar sem hann sætti meira ofbeldi af hálfu kvalara sinna en hann gerði í Íran, en þeir höfðu einnig flúið til Þýskalands. Þar má hann því búast við því að ofbeldið haldi áfram, en verði hann sendur áfram til Íran á hann yfir höfði sér dauðarefsingu vegna pólitískra skoðana sinna og stuðnings við hinsegin fólk þar í landi.Á báðum stöðum hefur hann sætt alvarlegu kynferðisofbeldi en á Íslandi á hann vini, tekur virkan þátt í félagslífi og starfar enn í þágu hinsegin fólks. Við förum fram á að íslensk yfirvöld veiti þessum bandamanni okkar, sem hefur sætt gegndarlausu ofbeldi og mannréttindabrotum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum hinsegin fólks í Íran, hæli tafarlaust.Undanfarið hafa gagnkynhneigðar fjölskyldur fengið hæli á Íslandi af mannúðarástæðum. Hinsegin karlmönnum, sem hafa byggt upp farsælt líf hérlendis, er aftur á móti vísað úr landi. Það þrátt fyrir að þeir hafi sætt alvarlegu ofbeldi á Ítalíu og eigi litla sem enga möguleika á öruggu og mannsæmandi lífi þar. Samtökin ‘78 spyrja því hvort skilaboðin sem hér er verið að senda séu þau að þeirra líf og velferð sé minna virði en annarra.Samtökin ‘78 styðja skilyrðislaust við rétt fólks sem býr við ógn og óöryggi í sínu heimalandi að leita sér betra lífs annarsstaðar. Sá réttur er hagsmunamál fyrir hinsegin fólk sem víða um heim býr við engin eða afar skert réttindi og viðvarandi ógn við líf sitt og heilsu, eins og glögglega má sjá á þeim málum sem hér hafa verið rakin.Samtökin ‘78 skora á stjórnvöld að endurskoða regluverk um útlendinga og krefjast þess um leið að hætt verði tafarlaust öllum brottvísunum flóttafólks og hælisleitenda til Grikklands, Ítalíu og annarra landa þar sem ljóst er að ekki er hægt að tryggja líf og heilsu fólks.Sýnum mannúð og manngæsku. Það er nóg pláss á Íslandi.
Flóttamenn Hinsegin Tengdar fréttir Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Eze, Martin og Chris eiga skilið dvalarleyfi Þriggja til fjögurra ára tímaskeið er óvenjulega langur tími fyrir brottvísun vegna Dyflinnarreglugerðar. 16. febrúar 2016 19:15