400 þúsund krónur söfnuðust: Grét með forsetanum í eldhúsinu heima sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. september 2016 07:59 Sigurjóna Björgvinsdóttir, móðir Lilju, studdi örþreytta dóttur sína í gegnum síðustu skrefin í maraþoninu. Vísir/Eyþór Lilja Katrín Gunnarsdóttir grét gleðitárum þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, birtist í dyragættinni heima hjá henni rétt undir lok sólarhrings bökunarmaraþons hennar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein. Guðni varð sjálfur klökkur vegna viðbragðanna. Lilja er afar þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún fékk en alls söfnuðust 400 þúsund krónur. „Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég bara fór að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta. Þá grét ég bara enn meira, hló síðan aðeins og bauð honum upp á kaffi. Mér finnst enn mjög súrrealískt að ég hafi staðið með forsetanum í eldhúsinu mínu og við höfum grátið saman út af kökubakstri!,“ skrifar Lilja Katrín á Facebook-síðu sína. Lilja Katrín opnaði heimili sitt að Melgerði 21 í Kópavogi klukkan tólf á hádegi á laugardag og bakaði linnulaust í 24 klukkustundir. Hún segist hafa búist við að maraþonið yrði aðeins sótt af vinum og fjölskyldu og að því yrði nægur tími til þess að nostra við terturnar í eldhúsinu. Það var þó langt frá því að vera raunin. „Húsið var aldeilis ekki fullt af fólki sem ég þekkti. Þvert á móti var það stútfullt af bláókunnugu fólki sem því miður ég hafði ekki tök á að spjalla við. Öllu þessu fólki vil ég þakka innilega fyrir framlögin en gróflega áætlað söfnuðust um 400.000 krónur þessa helgi.vísir/eyþórÁtakanlegar sögur sem snertu við mér Lilja Katrín segir marga þá sem litu við hafa deilt ýmsum sögum, af þeim sjálfum eða ástvinum. Um hafi verið að ræða átakanlegar sögur sem hafi snert við henni. „Rétt eftir kvöldmat mætti hér fjölskylda. Hjón með tvö yndisleg börn. Maðurinn að glíma við heilaæxli. Er ég tók á móti honum í dyrunum faðmaði hann mig þétt að sér og þakkaði mér innilega fyrir að berjast fyrir „okkur öll“ eins og hann orðaði það. Hann var svo einlægur, svo þakklátur, svo jákvæður í ljósi þeirra erfiðleika sem hann er að ganga í gegnum. Ég afsakaði mig inn í eldhús undir því yfirskini að ég væri að kíkja á vöfflurnar en í raun þurfti ég aðeins að komast inní eldhús til að anda því stutt var í tárin. Ég vildi einfaldlega ekki fara að hágráta fyrir framan hann. Í kjölfarið fylgdi hópur af fólki með átakanlegar reynslusögur af sér eða ástvinum sem glímdu við krabbamein. Sumar barátturnar voru unnar, sumar höfðu tapast og enn aðrar stóðu enn yfir. Allar þessar sögur snertu við mér og smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir að þetta litla bökunarmaraþon sem byrjaði sem frábær hugmynd og skemmtileg skipti raunverulega máli í huga svo margra. Ég var kölluð hetja, dugnaðarforkur og annað í þeim dúr sem mér fannst svo ofboðslega skrýtið að heyra. Raunverulegu hetjurnar í mínum huga er nefnilega fólkið sem berst við þetta mein sem krabbameinið er af æðruleysi og jákvæðni. Berst fyrir sinni tilvist á þessari jörðu með öllum sínum mætti,“ segir Lilja Katrín. Lilja segist þakklát, auðmjúk og hamingjusöm eftir daginn, en pistil hennar má lesa í heild hér fyrir neðan.Að neðan má sjá frá því þegar Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, sótti Lilju Katrínu heim í Kópavoginn í gær.Pistill Lilju Katrínar Jæja, þá er þessi dagur að kveldi kominn. Og ég aðeins búin að leggja mig og er því ekki svefnvana með galsa lengur. Hugurinn orðinn örlítið skýrari en hann var í dag.Er ég hugsa til baka yfir þessa síðustu tæpu tvo sólarhringa og um Bökunarmaraþon Blaka þá er ekki laust við að ég fái ryk í augun.Mig langar að byrja á að þakka manninum sem gerði þetta allt miklu auðveldara og skemmtilegra og hafði umfram allt tröllatrú á sinni konu frá upphafi til enda. Það er eiginmaður minn, Guðmundur R Einarsson. Án hans hefði ég ekki getað þetta. Í kjölfarið verð ég að þakka börnunum okkar fyrir að umbera móður sína og stjúpu síðustu daga - takk Agnes, Einar, Guðni, Amelía og Anna Alexía! Já, og Rocky. Ég veit að þetta tók á!Svo eru það aðstoðarmenn og -konur sem stóðu sig eins og hetjur í uppvaski, kaffiuppáhellingum og almennum selskab í þessu maraþoni. Takk mamma (Sigurjona) og pabbi, Anna Þórdís og Jón Steinar og allir hinir sem lögðu hönd á plóg.Eitt risastórt takk verður líka að fara til Berglind Jóns sem leyfði mér að segja frá hennar baráttu sem var innblástur fyrir félagið sem var styrkt. Og takk Kraftur-stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur fyrir að taka svona vel í þennan viðburð, mæta á staðinn og vera almennt frábær!Og ég veit að þakkarlistinn er orðinn langur en ég verð líka að þakka öllum styrktaraðilum sem gáfu mér vörur til að baka úr - án þeirra hefði róðurinn verið mjög þungur. Takk Kornax, Nesbúegg, Góa, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Katla, Gott í matinn - Matargerðarlína MS, Royal og Krónan!Ég man ekkert hvenær eða hvar ég fékk þá hugmynd að baka í 24 tíma samfleytt. Ég man bara að mér fannst þetta nokkuð sniðugt og klappaði mér ærlega á bakið fyrir að fá svona frábæra hugmynd. Og þá var bara kýlt á að framkvæma hana. Væntingar mínar voru þó ekki miklar. Bjóst við að maraþonið yrði aðeins sótt af fjölskyldu og vinum og ég hefði nægan tíma til að nostra við alls kyns tertur og gúmmulaði í eldhúsinu. Gæti sýnt mína bestu kökuskreytingartakta og þeytt í marens eftir marens. Það sem gerðist í raun var ekkert þessu líkt.Ég opnaði dyrnar að heimili mínu klukkan 12 á hádegi á laugardag. Frá klukkan 12.20 til 18.30 komst ég ekki út úr eldhúsinu. Og hafði ekki undan. Á tímabili var hverri einustu vöfflu sem kom úr vöfflujárninu skutlað beint fram til að friða fullt hús af gestum sem vildu njóta kruðerís með góðri samvisku. Og húsið var aldeilis ekki fullt af fólki sem ég þekkti. Þvert á móti var það stútfullt af bláókunnugu fólki sem því miður ég hafði ekki tök á að spjalla við. Öllu þessu fólki vil ég þakka innilega fyrir framlögin en gróflega áætlað söfnuðust um 400.000 krónur þessa helgi.Um kvöldið róaðist aðeins niður en samt var stanslaus straumur af fólki til klukkan 5 um nóttina. Rétt eftir kvöldmat mætti hér fjölskylda. Hjón með tvö yndisleg börn. Maðurinn að glíma við heilaæxli. Er ég tók á móti honum í dyrunum faðmaði hann mig þétt að sér og þakkaði mér innilega fyrir að berjast fyrir "okkur öll" eins og hann orðaði það. Hann var svo einlægur, svo þakklátur, svo jákvæður í ljósi þeirra erfiðleika sem hann er að ganga í gegnum. Ég afsakaði mig inn í eldhús undir því yfirskini að ég væri að kíkja á vöfflurnar en í raun þurfti ég aðeins að komast inní eldhús til að anda því stutt var í tárin. Ég vildi einfaldlega ekki fara að hágráta fyrir framan hann.Í kjölfarið fylgdi hópur af fólki með átakanlegar reynslusögur af sér eða ástvinum sem glímdu við krabbamein. Sumar barátturnar voru unnar, sumar höfðu tapast og enn aðrar stóðu enn yfir. Allar þessar sögur snertu við mér og smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir að þetta litla bökunarmaraþon sem byrjaði sem frábær hugmynd og skemmtileg skipti raunverulega máli í huga svo margra. Ég var kölluð hetja, dugnaðarforkur og annað í þeim dúr sem mér fannst svo ofboðslega skrýtið að heyra. Raunverulegu hetjurnar í mínum huga er nefnilega fólkið sem berst við þetta mein sem krabbameinið er af æðruleysi og jákvæðni. Berst fyrir sinni tilvist á þessari jörðu með öllum sínum mætti.Klukkan 7 í morgun byrjaði gestagangur á ný en sökum rólegrar nætur hafði ég náð að baka talsvert mikið í haginn. Sem var ágætt. Ég átti nefnilega ekki mikla orku eftir þessa fáu klukkutíma sem eftir voru en nýtti hana í síðustu sortirnar sem fóru misfallegar á borðið.Rétt eftir 11 var komið að síðustu sortinni. Ég átti erfitt með að lesa uppskriftina sem ég hafði hripað niður á blað. Sveimaði um eldhúsið í móki og týndi til hveiti, púðursykur, lyftiduft og haframjöl eftir minni. Allt í einu heyrði ég einhvern tala um merkilegan gest sem væri mættur. Ég leit út um gluggann og sá bifreið sem ég hafði oft séð í gegnum tíðina. Og allt í einu gekk forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson inn í litla eldhúsið mitt í Melgerði 21. Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég bara fór að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta. Þá grét ég bara enn meira, hló síðan aðeins og bauð honum upp á kaffi. Mér finnst enn mjög súrrealískt að ég hafi staðið með forsetanum í eldhúsinu mínu og við höfum grátið saman út af kökubakstri!Ég met það mikils að hann hafi séð sér fært að heimsækja okkur í Melgerði með sína þægilegu nærveru. Hann gaf sér tíma til að fræðast um Kraftur-stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur og spjalla við gesti. Þetta var virkilega fallegur endapunktur á sólarhringsmaraþoni.Áður en ég kveð verð ég að þakka einni manneskju í viðbót. Ég ætla að þakka mér sjálfri. Ég er nefnilega mjög stolt af mér - eitthvað sem ég leyfi mér nánast aldrei að vera. Ég er stolt af því hvað varð úr þessu Bökunarmaraþon Blaka sem ég lagði allt mitt í þessa helgi. Það sannar fyrir mér að það er gott að leyfa sér að hugsa stórt og setja sér góð og gild markmið í lífinu. Þau rætast nefnilega ef maður leggur hart að sér. Kveðja, svefnvana Blakarinn. Tengdar fréttir „Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45 Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Lilja Katrín Gunnarsdóttir grét gleðitárum þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, birtist í dyragættinni heima hjá henni rétt undir lok sólarhrings bökunarmaraþons hennar til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein. Guðni varð sjálfur klökkur vegna viðbragðanna. Lilja er afar þakklát fyrir allan þann stuðning sem hún fékk en alls söfnuðust 400 þúsund krónur. „Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég bara fór að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta. Þá grét ég bara enn meira, hló síðan aðeins og bauð honum upp á kaffi. Mér finnst enn mjög súrrealískt að ég hafi staðið með forsetanum í eldhúsinu mínu og við höfum grátið saman út af kökubakstri!,“ skrifar Lilja Katrín á Facebook-síðu sína. Lilja Katrín opnaði heimili sitt að Melgerði 21 í Kópavogi klukkan tólf á hádegi á laugardag og bakaði linnulaust í 24 klukkustundir. Hún segist hafa búist við að maraþonið yrði aðeins sótt af vinum og fjölskyldu og að því yrði nægur tími til þess að nostra við terturnar í eldhúsinu. Það var þó langt frá því að vera raunin. „Húsið var aldeilis ekki fullt af fólki sem ég þekkti. Þvert á móti var það stútfullt af bláókunnugu fólki sem því miður ég hafði ekki tök á að spjalla við. Öllu þessu fólki vil ég þakka innilega fyrir framlögin en gróflega áætlað söfnuðust um 400.000 krónur þessa helgi.vísir/eyþórÁtakanlegar sögur sem snertu við mér Lilja Katrín segir marga þá sem litu við hafa deilt ýmsum sögum, af þeim sjálfum eða ástvinum. Um hafi verið að ræða átakanlegar sögur sem hafi snert við henni. „Rétt eftir kvöldmat mætti hér fjölskylda. Hjón með tvö yndisleg börn. Maðurinn að glíma við heilaæxli. Er ég tók á móti honum í dyrunum faðmaði hann mig þétt að sér og þakkaði mér innilega fyrir að berjast fyrir „okkur öll“ eins og hann orðaði það. Hann var svo einlægur, svo þakklátur, svo jákvæður í ljósi þeirra erfiðleika sem hann er að ganga í gegnum. Ég afsakaði mig inn í eldhús undir því yfirskini að ég væri að kíkja á vöfflurnar en í raun þurfti ég aðeins að komast inní eldhús til að anda því stutt var í tárin. Ég vildi einfaldlega ekki fara að hágráta fyrir framan hann. Í kjölfarið fylgdi hópur af fólki með átakanlegar reynslusögur af sér eða ástvinum sem glímdu við krabbamein. Sumar barátturnar voru unnar, sumar höfðu tapast og enn aðrar stóðu enn yfir. Allar þessar sögur snertu við mér og smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir að þetta litla bökunarmaraþon sem byrjaði sem frábær hugmynd og skemmtileg skipti raunverulega máli í huga svo margra. Ég var kölluð hetja, dugnaðarforkur og annað í þeim dúr sem mér fannst svo ofboðslega skrýtið að heyra. Raunverulegu hetjurnar í mínum huga er nefnilega fólkið sem berst við þetta mein sem krabbameinið er af æðruleysi og jákvæðni. Berst fyrir sinni tilvist á þessari jörðu með öllum sínum mætti,“ segir Lilja Katrín. Lilja segist þakklát, auðmjúk og hamingjusöm eftir daginn, en pistil hennar má lesa í heild hér fyrir neðan.Að neðan má sjá frá því þegar Una Sighvatsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, sótti Lilju Katrínu heim í Kópavoginn í gær.Pistill Lilju Katrínar Jæja, þá er þessi dagur að kveldi kominn. Og ég aðeins búin að leggja mig og er því ekki svefnvana með galsa lengur. Hugurinn orðinn örlítið skýrari en hann var í dag.Er ég hugsa til baka yfir þessa síðustu tæpu tvo sólarhringa og um Bökunarmaraþon Blaka þá er ekki laust við að ég fái ryk í augun.Mig langar að byrja á að þakka manninum sem gerði þetta allt miklu auðveldara og skemmtilegra og hafði umfram allt tröllatrú á sinni konu frá upphafi til enda. Það er eiginmaður minn, Guðmundur R Einarsson. Án hans hefði ég ekki getað þetta. Í kjölfarið verð ég að þakka börnunum okkar fyrir að umbera móður sína og stjúpu síðustu daga - takk Agnes, Einar, Guðni, Amelía og Anna Alexía! Já, og Rocky. Ég veit að þetta tók á!Svo eru það aðstoðarmenn og -konur sem stóðu sig eins og hetjur í uppvaski, kaffiuppáhellingum og almennum selskab í þessu maraþoni. Takk mamma (Sigurjona) og pabbi, Anna Þórdís og Jón Steinar og allir hinir sem lögðu hönd á plóg.Eitt risastórt takk verður líka að fara til Berglind Jóns sem leyfði mér að segja frá hennar baráttu sem var innblástur fyrir félagið sem var styrkt. Og takk Kraftur-stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur fyrir að taka svona vel í þennan viðburð, mæta á staðinn og vera almennt frábær!Og ég veit að þakkarlistinn er orðinn langur en ég verð líka að þakka öllum styrktaraðilum sem gáfu mér vörur til að baka úr - án þeirra hefði róðurinn verið mjög þungur. Takk Kornax, Nesbúegg, Góa, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Katla, Gott í matinn - Matargerðarlína MS, Royal og Krónan!Ég man ekkert hvenær eða hvar ég fékk þá hugmynd að baka í 24 tíma samfleytt. Ég man bara að mér fannst þetta nokkuð sniðugt og klappaði mér ærlega á bakið fyrir að fá svona frábæra hugmynd. Og þá var bara kýlt á að framkvæma hana. Væntingar mínar voru þó ekki miklar. Bjóst við að maraþonið yrði aðeins sótt af fjölskyldu og vinum og ég hefði nægan tíma til að nostra við alls kyns tertur og gúmmulaði í eldhúsinu. Gæti sýnt mína bestu kökuskreytingartakta og þeytt í marens eftir marens. Það sem gerðist í raun var ekkert þessu líkt.Ég opnaði dyrnar að heimili mínu klukkan 12 á hádegi á laugardag. Frá klukkan 12.20 til 18.30 komst ég ekki út úr eldhúsinu. Og hafði ekki undan. Á tímabili var hverri einustu vöfflu sem kom úr vöfflujárninu skutlað beint fram til að friða fullt hús af gestum sem vildu njóta kruðerís með góðri samvisku. Og húsið var aldeilis ekki fullt af fólki sem ég þekkti. Þvert á móti var það stútfullt af bláókunnugu fólki sem því miður ég hafði ekki tök á að spjalla við. Öllu þessu fólki vil ég þakka innilega fyrir framlögin en gróflega áætlað söfnuðust um 400.000 krónur þessa helgi.Um kvöldið róaðist aðeins niður en samt var stanslaus straumur af fólki til klukkan 5 um nóttina. Rétt eftir kvöldmat mætti hér fjölskylda. Hjón með tvö yndisleg börn. Maðurinn að glíma við heilaæxli. Er ég tók á móti honum í dyrunum faðmaði hann mig þétt að sér og þakkaði mér innilega fyrir að berjast fyrir "okkur öll" eins og hann orðaði það. Hann var svo einlægur, svo þakklátur, svo jákvæður í ljósi þeirra erfiðleika sem hann er að ganga í gegnum. Ég afsakaði mig inn í eldhús undir því yfirskini að ég væri að kíkja á vöfflurnar en í raun þurfti ég aðeins að komast inní eldhús til að anda því stutt var í tárin. Ég vildi einfaldlega ekki fara að hágráta fyrir framan hann.Í kjölfarið fylgdi hópur af fólki með átakanlegar reynslusögur af sér eða ástvinum sem glímdu við krabbamein. Sumar barátturnar voru unnar, sumar höfðu tapast og enn aðrar stóðu enn yfir. Allar þessar sögur snertu við mér og smátt og smátt gerði ég mér grein fyrir að þetta litla bökunarmaraþon sem byrjaði sem frábær hugmynd og skemmtileg skipti raunverulega máli í huga svo margra. Ég var kölluð hetja, dugnaðarforkur og annað í þeim dúr sem mér fannst svo ofboðslega skrýtið að heyra. Raunverulegu hetjurnar í mínum huga er nefnilega fólkið sem berst við þetta mein sem krabbameinið er af æðruleysi og jákvæðni. Berst fyrir sinni tilvist á þessari jörðu með öllum sínum mætti.Klukkan 7 í morgun byrjaði gestagangur á ný en sökum rólegrar nætur hafði ég náð að baka talsvert mikið í haginn. Sem var ágætt. Ég átti nefnilega ekki mikla orku eftir þessa fáu klukkutíma sem eftir voru en nýtti hana í síðustu sortirnar sem fóru misfallegar á borðið.Rétt eftir 11 var komið að síðustu sortinni. Ég átti erfitt með að lesa uppskriftina sem ég hafði hripað niður á blað. Sveimaði um eldhúsið í móki og týndi til hveiti, púðursykur, lyftiduft og haframjöl eftir minni. Allt í einu heyrði ég einhvern tala um merkilegan gest sem væri mættur. Ég leit út um gluggann og sá bifreið sem ég hafði oft séð í gegnum tíðina. Og allt í einu gekk forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson inn í litla eldhúsið mitt í Melgerði 21. Hann brosti og þakkaði mér fyrir og þá brutust allt í einu allar þessar uppsöfnuðu tilfinningar út. Ég bara fór að hágráta svo ég segi það hreint út. Ég gróf andlit mitt í höndum mínum og reyndi að hafa hemil á þessu tilfinningaflóði án árangurs. En er ég leit upp aftur á forseta vor sá ég að hann var líka farinn að gráta. Þá grét ég bara enn meira, hló síðan aðeins og bauð honum upp á kaffi. Mér finnst enn mjög súrrealískt að ég hafi staðið með forsetanum í eldhúsinu mínu og við höfum grátið saman út af kökubakstri!Ég met það mikils að hann hafi séð sér fært að heimsækja okkur í Melgerði með sína þægilegu nærveru. Hann gaf sér tíma til að fræðast um Kraftur-stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur og spjalla við gesti. Þetta var virkilega fallegur endapunktur á sólarhringsmaraþoni.Áður en ég kveð verð ég að þakka einni manneskju í viðbót. Ég ætla að þakka mér sjálfri. Ég er nefnilega mjög stolt af mér - eitthvað sem ég leyfi mér nánast aldrei að vera. Ég er stolt af því hvað varð úr þessu Bökunarmaraþon Blaka sem ég lagði allt mitt í þessa helgi. Það sannar fyrir mér að það er gott að leyfa sér að hugsa stórt og setja sér góð og gild markmið í lífinu. Þau rætast nefnilega ef maður leggur hart að sér. Kveðja, svefnvana Blakarinn.
Tengdar fréttir „Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45 Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Besta og versta hugmynd sem ég hef fengið" Þrjátíu kíló af hveiti, 10 lítrar af rjóma og 25 kíló af sykri. Þetta er magnið af hráefnum sem ung kona í Kópavogi þurfti til að geta staðið í eldhúsinu og bakað kökur í sólarhring. Gestum og gangandi er velkomið að líta við í kaffi og kökur, gegn því að styrkja gott málefni. 17. september 2016 19:45
Bökunarmaraþonið tók á eins og 9 mánaða meðganga 24 klukkustunda bökunarmaraþoni ungrar konu í Kópavogi lauk nú á hádegi. Fjölmargir gestir hafa litið við á heimilinu undanfarinn sólarhring, fengið sér köku og styrkt um leið stuðningsfélagið Kraft. 18. september 2016 12:13