Gifti sig tvisvar sinnum í sömu viku Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 09:00 Svandís Dóra segir það vissulega hafa verið eftirminnilegt að ganga í það heilaga tvisvar í sömu viku. Vísir/AntonBrink Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Ég fékk frí frá tökum til þess að gifta mig í alvöru og svo mætti ég aftur í tökur og gifti mig í myndinni. Það var mjög sérstakt og ólík upplifun,“ segir leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir en hún fer með hlutverk í kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk. Karakter Svandísar Dóru í myndinni, Hanna, gengur í það heilaga í myndinni en aðeins nokkrum dögum áður en atriðið var tekið upp gifti Svandís Dóra sig. Hún segir brúðkaupin þó hafa verið talsvert ólík. „Ég var bara með sveitabrúðkaupspartí í sveitinni en þetta var aðeins meiri fyrirhöfn, meiri Rósa en ekki eins mikil Svandís,“ segir hún hlæjandi og segir tvö brúðkaup í sömu viku sennilega eitt það eftirminnilegasta við tökurnar. „Við byrjum í tökum 14. júlí ég gifti mig 18. júlí og mætti aftur í tökur bara fjórum dögum seinna,“ segir Svandís Dóra og tekur því undir að segja mætti að júlí hafi verið talsvert annasamur mánuður þótt allt hafi gengið stórvel. Svandís Dóra lýsir Rósu sem skellibjöllu og fiðrildi. „Það er alltaf stuð í kringum hana, kannski aðeins of mikið stuð stundum. Hún er fyrirferðarmikil, hress og vill hafa partí. Hana vantar svolítið festu í lífið, það vantar svolítið jarðtengingu í hana og hún þeytist út um allt. En hún er skemmtileg en þar er smá svona brot inni í henni sem útskýrir margt. Hún er flókinn karakter þó að hún virki einföld á yfirborðinu.“ Fyrir framan annað fólk er rómantísk kómedía sem er skrifuð af Óskari Jónassyni og Kristjáni Þórði Hrafnssyni og segir Svandís Dóra að í myndinni megi einnig finna dramatískan undirtón. „Þetta er náttúrulega bara um fólk og allt sem því fylgir. Það er mikið hjarta í þessari mynd, en hún er líka skemmtileg. Það er mikill húmor í henni.“ Svandís Dóra er að vonum spennt fyrir að sjá myndina en hún segir sig lengi hafa langað til þess að vinna með Óskari en viðurkennir þó að það sé alltaf pínu skrítið að sjá sjálfa sig á hvíta tjaldinu. „Mér finnst það fínt, ég neyði mig til að horfa á mig bara upp á að skoða líka hvað má gera betur og svona, en það er ekkert skemmtilegt,“ segir hún og hlær. Auk Svandísar Dóru eru þau Hafdís Helga Helgadóttir, Snorri Engilbertsson og Hilmir Snær Guðnason í aðalhlutverkum myndarinnar sem frumsýnd verður næstkomandi föstudag.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira