Ísbjörn ógnar öryggi bæjarbúa á Grænlandi Þórdís Valsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu grænlandi þar sem ísbjörn gengur laus. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir hefur dvalið hjá honum og segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann Bragason Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Hvítabjörn var felldur í bænum Nanortalik sem stendur á eyju við Suður-Grænland. Björninn var felldur eftir að hann drap íslenskan hest skammt frá sauðfjárbýli syðst á Grænlandi og hafði byrjað að rífa hann í sig. Jóhann Bragason, íbúi í Nanortalik, segir að tveir ísbirnir hafi verið felldir á síðustu dögum og að sést hafi til þess þriðja á svæðinu í gær. „Það sást til birnunnar, og hún er hættulegust. Íbúum hefur verið ráðlagt að halda sig innandyra og hafa hægt um sig,“ segir Jóhann.Jóhann Bragason býr í bænum Nanortalik á sunnanverðu Grænlandi þar sem ísbjörn heldur sig í bæjarlandinu. Eiginkona hans Linda Björk Lýðsdóttir dvelur hjá honum um þessar mundir. Hún segir öruggast að halda sig inni. Mynd/Jóhann BragasonTalið er að björninn sem felldur var á miðvikudag hafi verið húnn birnunnar sem ráfar nú um svæðið. „Nanortalik þýðir heimkynni ísbjarna,“ segir Jóhann og bætir því við að það sé alþekkt að hvítabirnir komi til bæjarins á vorin með hafís sem berst suður með austurströnd Grænlands og fer svo upp meðfram vesturströndinni. Þó segir hann að mjög óvenjulegt sé að birnirnir séu á ferð svona snemma árs. „Þetta er mjög óþægilegt og flestir Grænlendingar eru með riffla eða önnur vopn í húsunum sínum til að verjast þessum dýrum, en það er ég ekki því ég er ekki vanur því frá Íslandi,“ segir Jóhann. „Þetta eru stórhættuleg dýr og ef maður lendir í einu slíku þá er maður að öllum líkindum dauður,“ segir Jóhann.Linda Björk Lýðsdóttir. Mynd/Jóhann BragasonJóhann hefur búið í Nanortalik frá því í september síðastliðnum og eiginkona hans, Linda Björk Lýðsdóttir, er hjá honum um þessar mundir. „Ég er ekki óttaslegin hér heima fyrir, þó ég sé ein, en ég hef ekki þorað út í dag,“ segir Linda. Jóhann segir bæjarbúa frekar óttaslegna. „Ég stýri fiskvinnslu í bænum og um 50 manns starfa hjá mér en einungis sjö mættu til vinnu í morgun,“ segir Jóhann.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira