121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2016 12:05 Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsa greip um sig. Vísir/EPA 121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47