Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla segir alvarlega stöðu blasa við ef leiðbeinendum í skólunum fjölgar. Vísir/Stefán Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira