Óttast að ófaglærðu fólki fjölgi í skólunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla segir alvarlega stöðu blasa við ef leiðbeinendum í skólunum fjölgar. Vísir/Stefán Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Grunnskólakennarar bregðast illa við yfirlýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga um laun kennara og segja hana villandi. Í frétt á vef sambandsins segir að meðaldagvinnulaun félagsmanna í Félagi grunnskólakennara séu um 480 þúsund krónur. „Þegar meðaldagvinnulaun annarra háskólamenntaðra starfsmanna sveitarfélaga eru skoðuð þá hallar ekki á grunnskólakennara í þeim samanburði,“ segir á vefsíðunni. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, segir kennara ekki kannast við þessar tölur. „Raunveruleikinn er bara ekki svona. Þannig að fólk er svolítið reitt yfir þessu og ef ég skil þetta rétt þá held ég að þeir séu bara að fara í stríð við okkur.“ Valgerður segir alvarlega stöðu blasa við. Hún bendir á að það sé skólaskylda í landinu og þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störfum sé skólastjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Þá erum við komin á stað þar sem við vildum alls ekki vera.“ Hún bendir á að leiðbeinendur hafi ekki grunninn til þess að takast á við bekkjarkennslu. „Við kennarar erum þó búin að fara á fleiri fleiri námskeið í bekkjarstjórnun og í agastjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk,“ segir Valgerður og bætir við að þessi sýn sé alveg hrikaleg. Valgerður segir sérstaklega mikilvægt að vera með menntaða kennara í skóla eins og Fellaskóla, þar sem hlutfall nemenda af erlendum uppruna er stórt. „Ég held að það sé nokkurn veginn hægt að segja að það séu að verða 80 prósent af nemendum í skólanum af erlendum uppruna. Við höfum verið að takast á við þetta og höfum af þessu reynslu og teljum okkur kunna þetta. Þessi skóli er ofurviðkvæmur og ef eitthvað af fólki fer héðan út að þá gæti það verið stórskaði,“ segir Valgerður. Áfram fundað í dagSamninganefnd kennara hitti samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga á tveggja tíma fundi í gær og verður fundað áfram í dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ef semja eigi aftur þurfi það að gerast á allra næstu dögum. Menn hafi gefið sér þrjár vikur í samningaviðræður og á næsta föstudag sé sá tímarammi liðinn. Hann segist bundinn trúnaði um það hvað fram fór á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira