Góða veðrið heldur áfram að leika við borgarbúa í dag en búist er við að hiti nái hámarki síðdegis og stefnir í allt að 18 gráður. Reykvíkingar geta því heldur betur notið veðurblíðunnar eftir að vinnu lýkur í dag.
Hlýjast verður á landinu sunnanverðu en búist er við að hiti fari upp í 20 gráður í Árnesi og jafnvel á Þingvöllum.
Stefnir í 18 gráður í Reykjavík í dag
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
