Veðrið helst líklega óbreytt fram á kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 13:14 Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni. Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni.
Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28
Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42
Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53
Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32