Tóku þátt í Söngvakeppni framhaldsskóla og Músíktilraunum sömu helgi Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 12. apríl 2016 08:00 Elín Sif Halldórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir skipa saman hljómsveitina Náttsól. Vísir/Anton „Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif. Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
„Ég er bara ennþá að átta mig á því að við höfum unnið, það er ótrúlega mikill heiður að vinna svona stóra keppni. Þetta var mjög hörð keppni og við vissum ekki hverju dómararnir voru að leita eftir og allir skólar áttu jafna möguleika á því að vinna,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, söngkona og nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún skipar, ásamt þeim Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, hljómsveitina Náttsól sem bar sigur úr bítum í Söngkeppni Framhaldsskólanna um síðastliðna helgi. Hljómsveitin Náttsól var stofnuð í fyrra og hafa þær allar sem ein unnið hörðum höndum að því að semja sitt eigið efni ásamt því að taka upp coverlög eftir Íslenskar söngkonur. Náttsól tók einnig þátt í Músíktilraunum sem líka fór fram um helgina og komst hún alla leið í úrslit. „Það var mikill sigur fyrir okkur að komast í úrslit í Músíktilraunum, en við erum nýfarnar að semja okkar eigið efni. Bara það að semja þrjú lög og koma þeim öllum í keppnina var frábært, hvað þá að komast í úrslit. Við einblínum mikið á þrírödd og lágstemmdan hljóðfæraleik,“ segir hún ánægð með árangurinn. Flest allir muna þó eftir Elínu Sif þegar hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með framlagi sínu í Söngvakeppni sjónvarpsins í fyrra en þar söng hún frumsamið lag. „Söngvakeppni sjónvarpsins var risastór stökkpallur fyrir mig. Ég get alls ekki sagt að ég sjái eftir því að hafa tekið þátt þar, þetta var mikil reynsla og gott að vinna með öllu því fagfólki sem kemur að keppninni. Í kjölfar keppninnar fékk ég fullt af tækifærum á hinum ýmsu sviðum, til dæmis höfðu stelpurnar Guðrún og Hrafnhildur samband við mig og buðu mér að koma í hljómsveitina Náttsól eftir að þær sáu mig í söngvakeppninni og leikstjórinn Baldvin Z hafði líka samband við mig og bauð mér í prufu fyrir sjónvarpsseríuna Réttur 3. Það var auðvitað æðislega gaman að taka þátt í því, ég fékk að leika með ótrúlega flottum leikurum,“ segir Elín Sif. Framundan hjá Elínu Sif er áframhaldandi vinna við tónlist ásamt því að einbeita sér að náminu og félagslífinu. „Það er nóg að gera í hljómsveitinni, ég ætla að leggja mikla áherslu á tónlistina núna, en það er samt aldrei að vita, ef ég fengi annað tækifæri í leiklistinni myndi ég klárlega skoða það,“ segir Elín Sif.
Músíktilraunir Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist