Danskur fréttamaður fann harða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Skagafirði Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 13:24 Lisbeth Sung, fréttamaður TV Avisen hjá danska ríkissjónvarpinu, fór til Skagafjarðar í leit að stuðningi við ríkisstjórnina. Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan: Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan:
Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47