„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 09:45 Ólafur Gottskálksson var í opinskáu viðtali á Bítinu í síðustu viku. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“ Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“
Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00