„Aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2016 09:45 Ólafur Gottskálksson var í opinskáu viðtali á Bítinu í síðustu viku. Vísir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“ Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættinu hafi ekki borist neinar athugasemdir vegna handtöku Ólafs Gottskálkssonar, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar og atvinnumanns í knattspyrnu, í Reykjanesbæ á dögunum.Stundin greindi frá því á mánudag að Ólafur hefði verið fluttur í skyndi frá meðferðarstofnuninni Vogi á laugardaginn, þangað sem hann fór í meðferð, á bráðamóttöku Landspítalans vegna innvortis blæðinga í kjölfar handtöku hans í vikunni á undan. Hann hefði greinst með brotið rifbein og innvortis blæðingu í kringum nýrun.Lögreglumenn óku tvívegis utan í bíl Ólafs til að hefta för hans.Vísir/PjeturMeð fimm ára barn í aftursætinu Ólafur skýrði frá því í Bítinu á Bylgjunni þann 3. ágúst að hann hefði verið handtekinn seint í júlí eftir að hafa flúið undan lögreglu. Lögreglu höfðu borist ábendingar um að Ólafur væri undir áhrifum undir stýri en fimm ára barn hans var í aftursætinu. „Lögreglan keyrir tvisvar sinnum utan í bilinn til að fá mig til að stöðva. Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt þar sem þeir handtaka mig,“ sagði Ólafur í viðtalinu. Ólafur hefur glímt við fíkniefnadjöfulinn í töluverðan tíma, fór í sína fyrstu fíkniefnameðferð árið 1995 og flúði meðal annars atvinnumennsku á Englandi þegar hann var á mála hjá Torquay árið 2005. Ástæðan var sú að kalla átti hann í lyfjapróf og hann vissi vel að niðurstaðan úr því yrði ekki góð. Hann náði að taka til í sínum málum fyrir nokkrum árum en féll á nýjan leik. Botninum var svo náð með handtöku lögreglu á dögunum, með soninn í aftursætinu.Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Engar athugsemdir á borð lögreglu Markvörðurinn minntist ekki á harðræði lögreglu í viðtalinu í Bítinu en Stundin greinir frá því að þeir sem standi Ólafi næst telji lögreglumenn hafa beitt óþarfa harðræði við handtökuna. Bæði hafi þeir beitt kylfum þegar þeir handtóku hann, mótþróalaust að því er segir í umfjölluninni, og sömuleiðis notast við kylfur eftir að Ólafur var kominn í handjárn. Þá hefur Stundin heimildir fyrir því að upptaka sé til af handtökunni. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið í rannsókn og alla þætti þess eigi eftir að skoða. Aðspurður segir hann engar athugasemdir hafa borist inn á borð lögreglunnar vegna handtökunnar. „Eins og venjulega er aldrei beitt frekari aðgerðum en nauðsynlegar eru,“ segir lögreglustjórinn í samtali við Vísi.Ólafur var ekki aðeins framúrskarandi knattspyrnumarkvörður heldur einnig góður körfuboltamaður.Skilur ekki ákvörðun sína Ólafur Gottskálksson lýsti samskiptum sínum við lögreglu þennan mánudagsmorgun þannig að hann hafi orðið var við lögregluna á leiðinni á leikskóla sonar síns, sem er í um 700 metra fjarlægð frá heimili þeirra. „Þeir voru að fylgjast með mér. Ég er beðinn um að stöðva, en tek þá afdrifaríku ákvörðun að stöðva ekki. Ég næ því ekki enn í dag. Ég er 48 ára gamall og þetta hef ég aldrei áður á ævinni gert.“ Lögreglan elti Ólaf og keyrði tvívegis utan í bílinn til að þvinga hann til að stöðva. „Ég læt ekki segjast. Ég veit ekki hvað slær saman í höfðinu á mér. Ég vil bara komast heim og stöðva fyrir framan húsið mitt. Þar stöðva ég og þeir handtaka mig.“
Tengdar fréttir Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Sjá meira
Óli Gott lagði á flótta undan lögreglu með fimm ára son sinn í aftursætinu Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkmaður í knattspyrnu, segist hafa fengið nóg eftir hræðilegan atburð fyrir skemmstu, en hann hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn. 3. ágúst 2016 10:00