Ingibjörg segir Ólaf saklausan og hafa verið dæmdan af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi Atli Ísleifsson skrifar 10. ágúst 2016 19:08 Ingibjörg Kristjánsdóttir. Vísir/Pjetur Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér. Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, segir eiginmann sinn hafa verið dæmdur saklaus af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi. Þetta kemur fram í grein Ingibjargar sem birtist á Vísi fyrr í dag. Þar fjallar hún um heimsóknir sínar í Kvíabryggjufangelsið þar sem Ólafur afplánaði hluta af fjögurra og hálfs árs dómi sem hann fékk fyrir sinn hlut í Al Thani-málinu svokallaða í upphafi síðasta árs. Ólafur afplánaði hluta dómsins á Kvíabryggju en hann dvelur nú á Vernd. Ingibjörg segir í grein sinni að verkefni morgundagsins hjá sér verði að reyna að fyrirgefa samfélaginu dómhörkuna. Hún segist finna að hún sé á góðri leið með það, en erfiðara verði fyrir sig „að fyrirgefa kerfinu, kaldrifjuðum dómurum og embættismönnum sem [verndi] sína menn út í hið óendanlega og metnaðarlausum stjórnmálamönnum sem [hafi] ekki þor til að stíga fram og stoppa þessa aðför að saklausu fólki.“ Áfram segir Ingibjörg að verkefni samfélagsins verði hins vegar óneitanlega að „horfast í augu við hve hrapalega okkur [hafi] mistekist að gera upp efnahagshrunið á réttlátan og heiðarlegan máta. Nornaveiðar samtímans munu snúast uppí skömm morgundagsins,“ segir Ingibjörg. Í greininni segir Ingibjörg jafnframt að þegar hún líti yfir Kvíabryggjufangelsið sé tilhugsunin um „að þarna inni sitji hugsanlega fleiri menn, saklausir eins og maðurinn minn, dæmdir af reiðu og örvæntingarfullu samfélagi [sé] ekki góð. Sú staðreynd að dómum samfélagsins var síðan löngu seinna, á kaldrifjaðan og þaulskipulagðan hátt, fylgt eftir af stórgölluðu dómskerfi, rekið áfram af annarlegum hagsmunum dómara sem eru virkir þáttakendur og partur af þessu samfélagi, tengdir fjölskyldu- og vinaböndum þvers og kruss….er heldur verri,“ segir Ingibjörg.Lesa má greinina í heild sinni hér.
Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira