Inga Sæland segir öfund og rætni ráða nýjasta útspili ÍÞ Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2016 16:10 Helgi segir að fundir hafi verið haldnir um samstarf ÍÞ og Flokks fólksins en Inga Sæland gefur lítið fyrir það útspil sem hún telur vera sprottið af öfund og rætni. Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, fullyrðir að farið hafi fram fundir að undirlagi Ingu Sæland og Halldórs í Holti, forsvarsmanna Flokks fólksins þar sem lagðar voru fram hugmyndir um einskonar samruna þessara flokka auk Nýs afls. Hugmyndirnar hafi í raun gengið út á að svíkja fé úr ríkissjóði; framlag ríkissjóðs til flokka sem ná yfir tilskilið prósentuhlutfall í kosningum. „Ef ég hefði ekki verið nýbúin að pissa þegar ég sá þetta, þá hefði ég pissað á mig af hlátri. Svona gæi. Hann er með þessu útspili að sýna sitt innsta eðli. Ég er gersamlega orðlaus,“ segir Inga í samtali við Vísi þegar málið er borið undir hana.Fjárframlagi skipt eftir kosningar Helgi lýsir fundum þar sem fram voru lagðar hugmyndir um samstarf flokkanna á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar. Hann birtir þar jafnframt samningsdrög sem voru fyrirliggjandi. Segir Helgi þetta hafi verið tilraun til að blekkja kjósendur og ná út fé úr ríkissjóði. Í tillögu að samstarfssamningi, sem Inga og Halldór lögðu fram að sögn Helga, segir að: „Stjórnir eða trúnaðarráð 7 félög Þjóðfylkingar, Flokks Fólksins og Nýs afls samþykkja að ganga til kosningabandalags fyrir næstu kosningar með nýju nafni Þjóðfylkingarinnar og listabókstaf ásamt stefnuskrá, sem verði samræmd stefnum allra flokkanna“. Í lið 7 segir: „Að loknum kosningum er fjárframlagi ríkisins til framboðsins skipt jafn milli flokkanna, eftir að kostnaður hafi verið greiddur.“Siðlaus samningurJafnframt segir að samningurinn gildi fram að stjórnarmyndun ríkisstjórnarinnar. „Eftir það slíta flokkarnir þessu samstarfi. Hafi samstarfið skilað þingmönnum inn á þing, segja viðkomandi þingmenn sig úr Þjóðfylkingunni. Þessir þingmenn verða þá þingmenn þeirra flokka, sem þeir eru tilnefndir af. Þeir sem voru ásamt þeim, á viðkomandi lista frá flokkunum, segja sig úr þeim.“ Helgi vitnar í Jens G. Jensson sem sat fyrsta fund vegna þessara hugmynda sem segist efast um að samningurinn geti verið löglegur, hann sé að minnsta kosti siðlaus. „Ég lýsti þegar í stað efasemdum, þar sem okkar skilmálar fyrir samruna voru að FF yrði lagt niður, meðlimir FF myndu ganga í ÍÞ, Inga Sæland gæti valið sér oddvitasæti í Reykjavík. öðrum frambjóðendum FF yrði fléttað inn á lista ÍÞ og stefna FF í velferðarmálum yrði gerð að stefnu ÍÞ,“ segir Helgi í yfirlýsingu sem finna má á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar. Og bætir við: „Andstæðingar ÍÞ bera út sögusagnir og rógburð um þessar viðræður um samruna hafi strandað á ÍÞ, en hér eru staðreyndirnar lagðar á borðið.Helgi birti mynd af samningsdrögum milli Þjóðfylkingar, Flokks fólksins og Nýs afls í Facebookhópi ÍÞ og gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum.Það er fyrir neðan mína virðingu sem formanns stjórnmálaflokks að vera viðriðin slíkan gjörning.“Inga áheyrnarfulltrúi að enguInga á vart orð í eigu sinni vegna málsins. Hún segir enga lygi að í byrjun, þegar hún var að stofna flokkinn, hafi verið háværar raddir uppi um að reyna að sameina krafta minni flokkanna. Og þá þannig að atkvæði greidd þeim færu ekki forgörðum. „Ég er ekki ekki pólitíkus. Er blaut bak við bæði eyrun. Halldór kom með þetta, hvort mér þætti ekki ástæða til að skoða þetta? Mér hugnaðist aldrei að tala við Íslensku þjóðfylkinguna. Ég var áheyrnarfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi að engu. Því þetta voru engar viðræður heldur spjall um ekki neitt. Þegar þetta var þá var Halldór í Holti ekki einu sinni í flokknum,“ segir Inga sem veit ekkert hvaðan þessi samningsdrög eru komin. Og þau sýni í raun hvorki eitt né neitt, enda engin undirritun eða neitt á plagginu, sem hún kallar svo.Rætin öfund sögð ráða þessu útspiliInga segist ekki muna hvenær þetta var. „Þá var ég ekki búin að koma fram í sjónvarpinu og fólk áttaði sig kannski ekki á því að ég hafði rödd sem fólk vildi hlusta á. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Helgi var einn að spjalla um ekki neitt, hann segir ekkert nema fátt sem er þá einungis til að upplýsa um sitt innsta eðli. Þarna ræður rætin öfund og ótrúlegt að nokkur maður skuli leggjast eins lágt útaf nákvæmlega engu,“ segir Inga um frásögn formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Þeir eru að bjóða fram í tveimur kjördæmum og eina markmiðið, ef hann hefur einhverja hugsjón, er að eyðileggja fyrir okkur sem viljum vinna að almannahag. Hvernig dettur honum í hug að koma svona fram? Ég vildi gjarnan ræða þetta við hann í sjónvarpi og verka hann til.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, fullyrðir að farið hafi fram fundir að undirlagi Ingu Sæland og Halldórs í Holti, forsvarsmanna Flokks fólksins þar sem lagðar voru fram hugmyndir um einskonar samruna þessara flokka auk Nýs afls. Hugmyndirnar hafi í raun gengið út á að svíkja fé úr ríkissjóði; framlag ríkissjóðs til flokka sem ná yfir tilskilið prósentuhlutfall í kosningum. „Ef ég hefði ekki verið nýbúin að pissa þegar ég sá þetta, þá hefði ég pissað á mig af hlátri. Svona gæi. Hann er með þessu útspili að sýna sitt innsta eðli. Ég er gersamlega orðlaus,“ segir Inga í samtali við Vísi þegar málið er borið undir hana.Fjárframlagi skipt eftir kosningar Helgi lýsir fundum þar sem fram voru lagðar hugmyndir um samstarf flokkanna á Facebook-síðu Þjóðfylkingarinnar. Hann birtir þar jafnframt samningsdrög sem voru fyrirliggjandi. Segir Helgi þetta hafi verið tilraun til að blekkja kjósendur og ná út fé úr ríkissjóði. Í tillögu að samstarfssamningi, sem Inga og Halldór lögðu fram að sögn Helga, segir að: „Stjórnir eða trúnaðarráð 7 félög Þjóðfylkingar, Flokks Fólksins og Nýs afls samþykkja að ganga til kosningabandalags fyrir næstu kosningar með nýju nafni Þjóðfylkingarinnar og listabókstaf ásamt stefnuskrá, sem verði samræmd stefnum allra flokkanna“. Í lið 7 segir: „Að loknum kosningum er fjárframlagi ríkisins til framboðsins skipt jafn milli flokkanna, eftir að kostnaður hafi verið greiddur.“Siðlaus samningurJafnframt segir að samningurinn gildi fram að stjórnarmyndun ríkisstjórnarinnar. „Eftir það slíta flokkarnir þessu samstarfi. Hafi samstarfið skilað þingmönnum inn á þing, segja viðkomandi þingmenn sig úr Þjóðfylkingunni. Þessir þingmenn verða þá þingmenn þeirra flokka, sem þeir eru tilnefndir af. Þeir sem voru ásamt þeim, á viðkomandi lista frá flokkunum, segja sig úr þeim.“ Helgi vitnar í Jens G. Jensson sem sat fyrsta fund vegna þessara hugmynda sem segist efast um að samningurinn geti verið löglegur, hann sé að minnsta kosti siðlaus. „Ég lýsti þegar í stað efasemdum, þar sem okkar skilmálar fyrir samruna voru að FF yrði lagt niður, meðlimir FF myndu ganga í ÍÞ, Inga Sæland gæti valið sér oddvitasæti í Reykjavík. öðrum frambjóðendum FF yrði fléttað inn á lista ÍÞ og stefna FF í velferðarmálum yrði gerð að stefnu ÍÞ,“ segir Helgi í yfirlýsingu sem finna má á Facebook-síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar. Og bætir við: „Andstæðingar ÍÞ bera út sögusagnir og rógburð um þessar viðræður um samruna hafi strandað á ÍÞ, en hér eru staðreyndirnar lagðar á borðið.Helgi birti mynd af samningsdrögum milli Þjóðfylkingar, Flokks fólksins og Nýs afls í Facebookhópi ÍÞ og gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum.Það er fyrir neðan mína virðingu sem formanns stjórnmálaflokks að vera viðriðin slíkan gjörning.“Inga áheyrnarfulltrúi að enguInga á vart orð í eigu sinni vegna málsins. Hún segir enga lygi að í byrjun, þegar hún var að stofna flokkinn, hafi verið háværar raddir uppi um að reyna að sameina krafta minni flokkanna. Og þá þannig að atkvæði greidd þeim færu ekki forgörðum. „Ég er ekki ekki pólitíkus. Er blaut bak við bæði eyrun. Halldór kom með þetta, hvort mér þætti ekki ástæða til að skoða þetta? Mér hugnaðist aldrei að tala við Íslensku þjóðfylkinguna. Ég var áheyrnarfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi að engu. Því þetta voru engar viðræður heldur spjall um ekki neitt. Þegar þetta var þá var Halldór í Holti ekki einu sinni í flokknum,“ segir Inga sem veit ekkert hvaðan þessi samningsdrög eru komin. Og þau sýni í raun hvorki eitt né neitt, enda engin undirritun eða neitt á plagginu, sem hún kallar svo.Rætin öfund sögð ráða þessu útspiliInga segist ekki muna hvenær þetta var. „Þá var ég ekki búin að koma fram í sjónvarpinu og fólk áttaði sig kannski ekki á því að ég hafði rödd sem fólk vildi hlusta á. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Helgi var einn að spjalla um ekki neitt, hann segir ekkert nema fátt sem er þá einungis til að upplýsa um sitt innsta eðli. Þarna ræður rætin öfund og ótrúlegt að nokkur maður skuli leggjast eins lágt útaf nákvæmlega engu,“ segir Inga um frásögn formanns Íslensku þjóðfylkingarinnar. „Þeir eru að bjóða fram í tveimur kjördæmum og eina markmiðið, ef hann hefur einhverja hugsjón, er að eyðileggja fyrir okkur sem viljum vinna að almannahag. Hvernig dettur honum í hug að koma svona fram? Ég vildi gjarnan ræða þetta við hann í sjónvarpi og verka hann til.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kominn tími á rödd sem veit um hvað hún er að tala Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að nauðsynlegt sé að fá fólk á þingi sem þekkir á eigin skinni hvernig það sé að vera í lægsta þrepi samfélagsins. 21. október 2016 15:49
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda