Með kisu á Hrafnistu: „Ég hélt ég myndi tjúllast ein“ Erla Björg Gunnardóttir skrifar 25. október 2016 21:15 Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Á Hrafnistu í Kópavogi búa þrír kettir. Jónsi, Valdimar og Tinna. Bjarney Sigurðardóttir, forstöðukona hjúkrunarheimilisins, segir kettina hafa mjög góð áhrif á bæði heimilisfólk og starfsfólk. „Það er bara þannig með dýr að þau vekja gleði. Sérstaklega hjá börnum og eldra fólki. Kettirnir finna og velja sér þá sem eru hrifnir af þeim og sækja í þá aðila. Þeir eru þá ekkert að trufla þá sem hafa ekki áhuga á þeim,“ segir Bjarney en almenn umhirða kattanna eru á höndum starfsmanna.Forstöðukona Hrafnistu segir kettina hafa góð áhrif á heimilismenn og starfsfólk.vísir/skjáskot„Valdimar hefur til dæmis orðið veikur og þurft að sprauta hann og þá hafa hjúkrunarfræðingarnir okkar séð um það.“ Bjarney segir kettina oft leita til veikari einstaklinga. „Þeir vekja oft upp athygli hjá þeim sem eru mjög veikir og með mikla heilabilun. Þannig að þau fara að fylgjast með og spáí hlutina á meðan á því stendur.“ Bjarney segist hiklaust mæla meðþví að hafa gæludýr á hjúkrunarheimilum enda séu kettirnir miklir gleðigjafar. „Þau eru stundum að hrella okkur. Það var hrekkjavinavika og Valdimar byrjaði hana með því að færa næturvaktarstarfsmanninum lifandi mús. Við litla gleði,“ segir hún hlæjandi. Hrafnista á kettina Valdimar og Tinnu. En þriðja köttinn, Jónsa, á Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir. Þegar hún flutti á Hrafnistu fékk kisi að koma með. Ágústa fékk sér kött eftir að hún missti manninn sinn. Hún segir að valið hafi staðið á milli geðlyfja eða gæludýrs. „Ég gat ekki hugsað mér að vera ein,“ segir hún. „Ég er búin að ala upp sex börn og alltaf fullt af fólki heima. Ég hélt ég myndi bara tjúllast. Að vera alein í íbúðinni.“ Ágústa fór því í Kattholt og fann Jónsa. Þegar hann var lítill kettlingur geymdi Ágústa hann í pokanum í göngugrindinni. Nú þegar hann er orðinn þriggja ára er hann sjálfstæðari og Ágústa segir hann vera góðan félaga. Hún mælir með því við alla sem búa einir að fá sér kött. „Hann er ekki mikil kelirófa. En hann er voða góður. Ég datt inni á baði og hann stóð hjá mér þar til hjálp barst. Hann fór ekki frá mér allan tímann. Mér fannst það mjög gott,“ segir Ágústa.Viðtal við Ágústu – og Jónsa – má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira