Ríkisstjórnin hafi sýnt kæruleysi þegar komi að málefnum ferðamanna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. maí 2016 15:35 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“ Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir Ísland ekki í stakk búið til þess að taka á móti öllum þeim fjölda ferðamanna sem búist sé við í sumar líkt og staðan sé nú. Stjórnvöld hafi látið lausatök og kæruleysi ráða för þegar komi að málefnum ferðamanna. Róbert lýsti yfir áhyggjum yfir stöðu mála á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt til þess að undirbúa eitt mesta ferðamannasumar sögunnar. Hann sagðist hafa farið á Þingvelli í gær til þess að skoða gjaldtökuna sem nýlega var tekin upp. Ástandið hafi verið langt frá því að vera gott. „Það er skemmst frá því að segja að bílastæðin við Hakið eru sprungin og það var stór löng biðröð við stöðumælinn þar sem menn greiða fyrir að leggja. Nú er það því miður þannig að það er gríðarlegur straumur á mjög marga ferðamannastaði, sem er jákvætt út af fyrir sig, en þeir eru ekki í stakk búnir til að taka á móti þessum mikla straumi,“ sagði Róbert. Hann sagði að ítrekað hafi verið bent á þetta, óskað eftir svörum og spurt um efndir en að ekkert bóli á lausnum. „Samgöngukerfi landsins liggur undir skemmdum. Sameiginlegar eignir okkar landsmanna í þeim infrastrúktúr eru að rýrna. Eignir okkar eru að rýrna á uppgangstíma vegna þess að ríkisstjórn Íslands hefur látið lausatök og kæruleysi vera einkennisorð sinnar stjórnartíðar. Það eru lausatök á öllum sviðum hins íslenska stjórnkerfis,“ sagði Róbert. Það sé að koma í ljós núna, enda séu Íslendingar algjörlega óundirbúnir til þess að taka við því sem við blasi. „Stærsta ferðasumar lýðveldissögunnar er fram undan.“
Alþingi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira