Bjarni vissi af viðtalinu við Sigmund sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 19:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vissi af viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sýnt var í Kastljósi síðasta sunnudag áður en það fór í loftið. Hann segist þó ekki hafa áttað sig á alvarleika þess fyrr en seinna. „Við áttum samskipti fyrir útgáfu þáttarins þar sem mér var ljóst að hann hafi farið í viðtal vegna þess. Ekki löngu áður en ég vissi af því að þessi mál myndu koma til umræðu,“ sagði Bjarni í Íslandi í dag á Stöð 2. Hann sagði Sigmund hafa sagt sér frá málinu skömmu áður en þátturinn var sýndur, en að hann hafi ekki áttað sig á um hvað þetta mál snerist – enda hafi þeir ekki farið út í nein smáatriði. „Í raun held ég að flestir hafi ekki gert sér grein fyrir því ekki seinna en á sunnudagskvöldið að þetta gæti valdið miklum straumhvörfum, enda kom í ljós strax næsta dag þegar öll fjölmiðlaumfjöllun hófst,“ sagði Bjarni.Þátturinn visst áfall Aðspurður sagði Bjarni þáttinn hafa verið visst áfall. Hann hafi þurft að melta hlutina áður en frekari skref yrðu tekin. „Oft er það þannig að fyrstu viðbrögð við svona eru ákveðið áfall. Þess vegna vildi maður reyna að horfast í augu við það að það má kannski ekki komast strax að niðurstöðu um hvað beri að gera þegar maður er að melta hlutina.“ Sigmundur Davíð kallaði Bjarna til fundar á heimili sínu eftir þáttinn. Bjarni segir Sigmund hafa verið nokkuð rólegan á fundinum. „Við áttum mjög rólegan fund og töluðum um margt annað en bara pólitíkina, meira að segja ræddum um lífið og tilveruna. En bróðurpartur fundarins fór í þessu mál,“ sagði Bjarni. Fram kom í umræddum Kastljóssþætti að nafn Bjarna væri einnig að finna í Panama-skjölunum svonefndu. Hann átti í félagi sem skráð var á Seyschelles-eyjum en var afskráð fyrir nokkrum árum. Bjarni var spurður um reginmun á stöðu hans og Sigmundar, en Bjarni sagði muninn í raun þann að ráðherrar eigi ekki að vera með neitt slíkt félag nálægt sér. „Ég held að það sé óhætt að segja að það sé mikill grundvallarmunur á því að vera sem ráðherra ekki með neitt slíkt félag nálægt sér og það er ekki nein uppi nein spurning um hagsmunaárekstra af nokkrum toga. Ég held að það sé hægt að segja, og nú er ég bara að lýsa minni skoðun, þegar ég horfi yfir sviðið og horfi á fréttir reyni að rýna í það hvað menn eru að reyna að draga út úr þessi og kannski ekki síst að utan, glöggt er gests augað og allt það. Þá staldra menn við það að þarna voru kröfur á slitabúin á sama tíma og ríkisstjórnin var að vinna að lausn þeirra mála. Þetta er auðvitað auðvitað mikill grundvallarmunur,“ svaraði Bjarni.Þáttinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Semja um vopnahlé Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi Sjá meira