Bjarni fékk umboð frá forseta og stefnir á forsætisráðherrann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 17:09 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18