Bálköstur tilbúinn í 90 áramótabrennur um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2016 18:40 Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira