Dazed and Confuzed frumsýnir nýtt myndband með Dream Wife Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. mars 2016 17:34 Rakel Mjöll á sviðinu með Dream Wife í London í síðustu viku. Visir/Magnús Andersen Bresk/íslenska rokksveitin Dream Wife frumsýndi um helgina nýtt myndband á vef tískuritsins Dazed and Confuzed við lagið Hey Heartbreaker. Þar er einnig að finna viðtal við rokksveitina og talað um vaxandi vinsældir hennar í Bretlandi. Í viðtalinu tala Rakel Mjöll og liðskonur um tilurð lagsins, sem er ástarsorg Alice Go gítaraleikara, og um mikilvægi þess að vera stelpa og láta vel í sér heyra í rokkinu í dag. Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton árið 2014 og var upphaflega hugsuð sem gjörningur. Eftir að myndbandsverk og tónleikar sveitarinnar þóttu vel heppnuð fóru plötufyrirtækin í London að sýna þeim áhuga. Eftir þó nokkuð flakk á milli samstarfsaðila völdu þær sér útgáfu sem gefur þeim frelsi til þess að stjórna sér sjálfar. Fyrsta útgáfa þeirra, EP01, er þröngskífa sem hefur fengið útgáfu á netinu og á vínýlplötu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan; Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bresk/íslenska rokksveitin Dream Wife frumsýndi um helgina nýtt myndband á vef tískuritsins Dazed and Confuzed við lagið Hey Heartbreaker. Þar er einnig að finna viðtal við rokksveitina og talað um vaxandi vinsældir hennar í Bretlandi. Í viðtalinu tala Rakel Mjöll og liðskonur um tilurð lagsins, sem er ástarsorg Alice Go gítaraleikara, og um mikilvægi þess að vera stelpa og láta vel í sér heyra í rokkinu í dag. Dream Wife var stofnuð í listaháskóla í Brighton árið 2014 og var upphaflega hugsuð sem gjörningur. Eftir að myndbandsverk og tónleikar sveitarinnar þóttu vel heppnuð fóru plötufyrirtækin í London að sýna þeim áhuga. Eftir þó nokkuð flakk á milli samstarfsaðila völdu þær sér útgáfu sem gefur þeim frelsi til þess að stjórna sér sjálfar. Fyrsta útgáfa þeirra, EP01, er þröngskífa sem hefur fengið útgáfu á netinu og á vínýlplötu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan;
Tónlist Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira