Gunnar Nelson kærður fyrir að fella tré nágranna síns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2016 06:00 Útsýnið hefur stóraukist á Kleifarvegi 6 eftir að eigendur hússins felldu tré nágrannanna á Laugarsvegi 3 sem nú er ekki í eins góðu skjóli og áður. Vísir/Ernir Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður. Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stórt og gamalt tré var á fimmtudag fellt í garðinum á Laugarásvegi 3 í óþökk eigenda hússins. Bardagakappinn Gunnar Nelson og eigandi annarrar íbúðar í nágrannahúsinu á Kleifarvegi 6 eru sagðir hafi staðið fyrir verkinu sem kært hefur verið til lögreglu. Ekki náðist tal af eigendum Kleifarvegs 6 í gær en Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, segir að upphaf málsins megi rekja til þess að eigendur Kleifarvegs 6, sem keyptu hvor sína íbúðina í húsinu í fyrra, hafi látið mynda skólplagnir á lóðinni. „Þá kemur í ljós að þetta aspartré sem er þarna á lóðamörkunum er búið að skemma skólplagnir hjá þeim,“ útskýrir Haraldur sem kveður við svo búið hafa verið haft samband við nágrannana og þeim boðið að tréð yrði fjarlægt þeim að kostnaðarlausu um leið og tré í Kleifarvegsgarðinum yrðu felld. Vel hafi verið tekið í þetta.Haraldur Nelson segir Gunnar son sinn síst vilja troða illssakir við nágranna sína í Laugarásnum. Fréttablaðið/Vilhelm„Þeir ætluðu síðan að láta vita ef það mætti ekki. Síðan er liðnir margir mánuðir og þeir töldu að það væri í lagi að taka þetta tré. Þarna er bara einhver misskilningur á milli þeirra,“ segir Haraldur, sem kveður Gunnar síst af öllu vilja eiga í erjum við nágranna sína. „Það var aldrei ætlunin. Hann taldi sig vera að gera þeim greiða með því að fjarlægja þetta algerlega á sinn kostnað.“ Eigendum trésins, Sigurði Ásgeiri Ólafssyni og Richard Kristinssyni á Laugarásvegi 3, ber hins vegar saman um að þeir hafi alls ekki veitt samþykki sitt fyrir því að umrætt tré yrði fellt. Þeir viti reyndar ekki af hvaða tegund tréð hafi verið en það hafi þó ekki verið ösp „Þeir höfðu ekkert leyfi, það er alveg á tæru,“ segir Sigurður sem kveður samband hafa verið haft við þá Richard í fyrra til að óska eftir samþykki fyrir því að tréð yrði fellt. Þeir hafi hvorugur sagst reiðubúnir til að heimila að tréð yrði fellt og teldu jafnvel að ekki mætti farga svo gömlu tré. „Það var ekki haft samband meira við okkur.“ Sigurður og Richard sáu ekki hvað orðið var fyrr en þeir komu heim eftir vinnu á fimmtudaginn. Þá var aðeins trjástubburinn eftir. Aðspurður segir Sigurður að þegar málið hafi verið rætt við þá hafi ekki verið minnst á lagnir af nokkru tagi. „Það var bara talað um að þá fengist betra útsýni,“ rifjar hann upp. Sigurður og Richard segja báðir að tréð hafi skýlt þeim mikið fyrir suðaustanátt, auk þess verið athvarf fugla og verið til prýði á allan hátt. „Það er bara glæpsamlegt athæfi að gera þetta svona,“ segir Sigurður.
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent