Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. janúar 2016 07:00 46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira