Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. janúar 2016 07:00 46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
46 prósent Íslendinga telja sig trúuð sem er minnsta hlutfall trúaðra frá mælingum sem hófust árið 1996. Þetta kemur fram í rannsókn sem Maskína framkvæmdi fyrir Siðmennt. „Við vildum bara fá það á hreint hver skoðun Íslendinga er á þessum málum sem um er að ræða,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, um tilurð rannsóknarinnar. Töluverður munur er á ýmsum samfélagshópum en til að mynda eru karlar almennt líklegri en konur til að telja sig trúaða og eru hlynntir ýmiss konar aðkomu ríkisins að trúarbrögðum. Þá er gífurlega mikill munur á milli aldurshópa en yngra fólk er til að mynda síður trúað en aðrir aldurshópar og líklegra til að vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Þá er enginn svarandi undir 25 ára aldri sem trúir því að guð hafi skapað heiminn en 93 prósent trúa að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli sem er töluvert meira en svörun í öðrum aldurshópum.Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Siðmenntar Fréttablaðið/Stefán„Þetta er mjög afgerandi og mjög sérstakt að sjá svona skarpa niðurstöðu hjá yngri aldurshópnum og þeim eldri. Á meðal yngra fólksins virðist vera afgerandi stuðningur við svokallaða veraldarhyggju. Stjórnmálaöflin mega fara að hugsa sig um, þarna er hópur sem fer ört stækkandi og hefur þessa afstöðu,“ segir hann. Þá er mikill meirihluti svarenda hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju eða 48 prósent gegn 19 prósentum andvígra. „Spurningin um stjórnarskrárákvæði um þjóðkirkjuna stangast á við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012,“ segir Bjarni, þetta kalli á þjóðfélagsumræðu um viðfangsefnið. Þá vekur það mikla athygli að 74 prósent aðspurðra eru hlynnt rétti fólks til að leita sér aðstoðar við að deyja ef það glímir við ólæknandi sjúkdóma. Niðurstaðan kom Bjarna á óvart.Siðmennt fól Maskínu að framkvæma könnun í nóvember 2015 um lífsskoðanir Íslendinga þar sem lagðar voru fyrir átján spurningar. Könnunin var lögð fyrir Þjóðargátt Maskínu á netinu og fór fram 13. til 25. nóvember 2015. Íslendingar á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu tóku þátt.Svarendur voru 821 og voru gögnin vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu í samræmi við upplýsingar úr Þjóðskrá.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira