Þrjátíu og fimm verk frumflutt á Myrkum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2016 10:15 „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta,“ segir Þórunn Gréta. Vísir/Vilhelm „Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“ Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Meirihluti listamanna á Myrkum músíkdögum í ár er íslenskur en þeir sem koma erlendis frá eru ýmist með tengingar við Frakkland eða Noreg, eða hvort tveggja,“ segir Þórunn Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Myrkra músíkdaga í Hörpu, sem hefst á morgun. „Þórunn Gréta er nýr formaður Tónskáldafélags Íslands og segir Myrka músíkdaga stærsta verkefnið á herðum formanns félagsins og stjórnar þess. „Hátíðin var stofnuð 1980 sem vettvangur tónskálda til að fá verk sín flutt, ekki síst hin tilraunakenndari. Líka til að flytjendur fái tækifæri til að túlka samtímatónlist, sem er ekki síður mikilvægt.“ Þrjátíu og fimm verk verða frumflutt á hátíðinni í ár, að sögn Þórunnar Grétu. Hún viðurkennir að það krefjist einbeitingar að hlýða á mikið af nýrri tónlist á stuttum tíma. „Ef ég ætla að taka hátíð með trompi þá set ég mig í þær stellingar og svo tek ég mér tíma í að melta. Eyrað og hugurinn þjálfast í þessu efni, maður er alltaf að leita og lifir lengi á upplifuninni.“ Ásókn erlendra gesta í að koma efni sínu að á Myrkum músíkdögum eykst jafnt og þétt, að sögn Þórunnar Grétu. „Eitt af því sem mér kom hvað mest á óvart þegar ég tók við embættinu er hversu margar umsóknir komu erlendis frá. Við reynum að finna út hvað passar og hverju við höfum efni á, það er mikið púsluspil.“ Hún segir ekki aðeins erlenda höfunda og flytjendur sækjast eftir koma á Myrka músíkdaga, heldur einnig áheyrendur og hátíðin sé jafnan vel sótt. „Við fögnum því vissulega að vekja áhuga, það hlýtur að vera markmið okkar í stóra samhenginu,“ segir hún og bendir á að dagskrá hátíðarinnar sé á www.myrkir.is Þórunn Gréta býr austur á Eskifirði og notar nýjustu tækni til samskipta út fyrir plássið. „Þegar maður býr við nettengingu auðveldar það allt. Við höldum venjulega stjórnarfundina á Skype og það er lítið mál. Ég starfa líka með fólki í útlöndum í öðrum verkefnum og nota allar boðleiðir sem til eru. En ég kem að jafnaði suður einu sinni í mánuði og sit fundi. Formenn fagfélaga eru í ýmsum ráðum, meðal annars stjórn Bandalags íslenskra listamanna.“ Það er rúmt ár síðan Þórunn Gréta flutti austur. Hún ólst upp á Fljótsdalshéraði en flutti þaðan strax eftir útskrift úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og hóf sitt tónlistarnám. Bjó í Reykjavík í tíu ár og Hamborg í tvö og hálft. Af hverju varð Eskifjörður fyrir valinu? „Maðurinn minn er prestur og þá er voða erfitt að ákveða fyrirfram hvar maður ætli að búa. En langflest verkefni sem ég tek að mér eru í Reykjavík, fyrir utan það að semja tónlist.“
Menning Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira