Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Þorgeir Helgason skrifar 3. desember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fól Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboðið á Bessastöðum í gær. Vísir/Eyþór „Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Við höfum átt gott samtal við hina flokkana að undanförnu og við viljum taka þráðinn upp á ný,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Birgitta fékk stjórnarmyndunarumboð fyrir hönd Pírata frá Guðna Th. Jóhannessyni í gær. Áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, fengið umboðið en ekki haft erindi sem erfiði við myndun ríkisstjórnar. „Það er búið að reyna til þrautar önnur stjórnarmyndunarform. Ég held að það sem hafi aðallega breyst frá því að við reyndum síðast sé að fólk hefur haft rými til að fara dýpra ofan í þessi málefni sem fólk hefur upplifað óbrúanleg,“ segir Birgitta. Píratar séu opnir fyrir því að leiðtogi annars flokks í viðræðunum yrði forsætisráðherra. Sá yrði að geta leitt fimm flokka samstarf. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara strax í þessi mál sem standa út af og sjá hvort það sé hægt að ná einhverri lendingu þar. Ef það er ekki hægt fer ég og skila umboðinu til forsetans,“ segir Birgitta. Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn vera bjartsýnan í garð viðræðnanna. „Við höfum lagt til að halda áfram viðræðum við hina fjóra flokkana vegna þess að okkur finnst eins og þær viðræður hafi ekki verið fullreyndar,“ segir Björt. Logi Már Einarsson er sama sinnis og Björt og segir Samfylkinguna ætla að nálgast viðræðurnar til þess að klára þær. „Ég gat ekki séð á þeim tíma að það væri ómögulegt að komast að niðurstöðu. Þetta er að mörgu leyti ágætt skref,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir segist ekki átta sig á því hvaða forsendur hafi breyst síðan slitnaði upp úr viðræðum flokkanna fimm síðast þegar þegar þeir létu reyna á stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir Vinstri græn þó ætla að nálgast viðræðurnar af opnum hug. „Það er búið að reyna nokkrar útfærslur af stjórnarmyndun án árangurs. Ég hefði talið mjög eðlilegt að fólk settist niður og ræddi möguleikann á myndun þjóðstjórnar til skemmri tíma svo hægt væri að kjósa á ný. Öðrum finnst það hins vegar ekki tímabært,“ segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna. „Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira