Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Snærós Sindradóttir skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans. vísir/Vilhelm Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Traust á milli ríkisstjórnarflokkana er horfið. Megn óánægja ríkir innan beggja flokka, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, með forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson í aflandsfélagamálinu síðustu daga. Beðið er eftir viðbrögðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, en hann er væntanlegur heim úr fríi frá Flórida í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins einróma í þeirri skoðun sinni að traust á milli samstarfsflokkanna sé við frostmark. Enginn vilji sé til þess að „fara í slag við þjóðina.“ Stjórnarandstaðan hefur borið fram þingsályktunartillögu um vantraust og þingrof. Tillagan kemur til umræðu á Alþingi næstu daga.Helgi Hjörvar þingflokksformaður Ssamfylkingar. Fréttablaðið/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í gær í þættinum Ísland í dag að til greina kæmi að opna bókhald sitt og eiginkonu sinnar til að sanna að skattar hafi verið greiddir af félagi hennar á Tortóla. Áður hafði félagið verið skráð í helmings eigu Sigmundar til 31. desember 2009. Degi síðar gengu í gildi lög um skattlagningu erlendra félaga. Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, tók af skarið í gær og lýsti því yfir að félagið myndi ekki styðja ríkisstjórn undir forsæti Sigmundar Davíðs. Þá skora bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins á Akureyri á Sigmund að segja af sér. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sé sammála því að Sigmundi sé ekki sætt í embætti. Bjarni Benediktsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við Sigmund í þeim viðtölum sem hann fór í, í gær. Ein fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar fóru fram á Austurvelli í gær. Þar voru samankomin á milli tíu og tuttugu þúsund manns.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira