Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00
Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00