Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 07:39 Verðandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Elizu, á kosningavöku sinni. vísir/hanna Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44