Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 9. mars 2016 07:00 Gatnaskemmdir sjást víða á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. v „Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur. Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira
„Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur.
Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Sjá meira