Ætla að ráðast gegn skemmdum á götum Þórgnýr einar Albertsson skrifar 9. mars 2016 07:00 Gatnaskemmdir sjást víða á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. v „Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Ég setti mig í samband við vegamálastjóra og bæjarstjórana á höfuðborgarsvæðinu og allir segja sömu söguna. Það eru miklar áhyggjur af stöðu gatnakerfisins,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Hann segir drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna liggja fyrir og vonar að það verði samþykkt í vikunni. Í samkomulaginu felst mat á stöðunni, gerð framkvæmdaáætlunar og samantekt rannsókna á ástæðum slits og þeim aðferðum sem notaðar eru til viðgerða. Dagur segir síðustu tvo vetur hafa verið erfiða fyrir gatnakerfið. „En síðan er því ekkert að leyna að eftir hrun hafa bæði sveitarfélögin og ríkið, sem ber ábyrgð á stofnvegunum á höfuðborgarsvæðinu, verið að spara alls staðar þar sem hægt er að spara og við þurfum að fara heiðarlega yfir það hvort það eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagur. Einnig segir hann að greina þurfi aðra þætti, líkt og aukið álag vegna ferðaþjónustu og aukins rútubílaaksturs. „Allir þyngri bílar valda meira sliti og mér finnst þurfa að ræða það hvort það sé þá ekki eðlilegt að það séu búnir til tekjustofnar til að mæta því sliti,“ segir Dagur og bætir við: „Fyrst og fremst held ég að skipti máli að allir átti sig á því að átaks sé þörf og það sé unnið skipulega að því í samvinnu allra sem að því þurfa að koma.“Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir átak í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins mikilvægt.vísir/valliAð mati Dags dugar ekki að gera einfaldlega við þær holur sem myndast hverju sinni heldur segir hann þörf á að meta hvar þurfi að fara í róttæka endurnýjun á götum. Þá segir hann þurfa að spyrja af hverju þetta sé að gerast og hvernig sé hægt að koma í veg fyrir það. „Því að þetta kostar allt peninga og er mikilvægt að þurfa ekki að endurtaka sömu viðgerðina ár eftir ár.“ Mögulega var of geyst farið í niðurskurð í þessum málum eftir hrun. „Auðvitað þurfti að skera og spara alls staðar í samfélaginu eftir hrun […] en mér finnst þurfa að fara vel yfir það eins og aðra þætti, hvort við séum að nota nægilega góð efni, hvort við séum að beita bestu aðferðum og hvort það sé eitthvað sem mætti gera öðruvísi þannig að þeir peningar sem við setjum í þetta endist lengur,“ segir Dagur. Viðgerðir eru þegar hafnar á einstaka stöðum á höfuðborgarsvæðinu en heildarkortlagningin á viðfangsefninu er fram undan. Dagur segir hana nú setta í forgang. „Þannig að sumarið nýtist vel sem framkvæmdatími en það þarf líka að leggja lengri tíma áætlanir svo að þetta sé ekki bara áhlaupsverk í eitt skipti,“ segir Dagur.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira