Veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira