Veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira