Vonar að sjómenn endurmeti stöðuna ef sátt næst um fiskverð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 15:04 Heiðrún Lind segir hættu á að samningar við erlenda aðila tapist. vísir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir samtökin ganga út frá því að af verkfalli sjómanna verði á fimmtudag. Hins vegar sé farið að þokast í átt að samkomulagi um fiskverð, sem verði yrði áfangasigur. Hún bindur vonir við að sjómenn endurmeti stöðuna ef verðlagsmál klárast fyrir fimmtudag. „Þegar samningar náðust í júlí, sem sjómenn síðan felldu, þá var bókun um það að menn ætluðu að ræða fiskverð næstu tvö árin. Þannig að núna erum við að reyna að leysa það mál á mjög skömmum tíma sem er auðvitað flókið úrlausnar. Ég myndi telja það mjög góðan árangur ef við myndum ná saman, að verulegu leyti í það minnsta, fyrir fimmtudag um fiskverðsmálefni,“ segir Heiðrún Lind í samtali við Vísi.Stærstu málin rædd fyrst Heiðrún segir að önnur mál hafi fengið að sitja á hakanum á meðan unnið sé að samkomulagi um fiskverð. „Það er þá sjómanna að meta það hvort það séu komnar forsendur til þess að fresta verkfalli í lengri eða skemmri tíma á meðan menn klára að ræða önnur mál sem út af standa. Við teljum það í það minnsta góðan áfangasigur ef menn komast að samkomulagi um málefni varðandi fiskverð.“ Aðspurð segir hún að miðað sé við þá forsendu að sjómenn leggi niður störf eftir tvo sólarhringa og að undirbúningur sé eftir því. „Þetta er undirbúið með ýmsum hætti, en fer eftir því hvort það varðar útgerðina sjálfa, fiskvinnslu eða sölufyrirtæki. Allt eru þetta aðilar innan samtakanna og við erum að reyna að aðstoða alla þessa aðila eftir fremsta megni að undirbúa sig með það hvernig eigi að taka á málefnum þegar fiskvinnsla í landi stöðvast. Það eru ýmsir kostir í stöðunni, auðvitað flestir verri en sá að halda starfsemi áfram, en það verður reynt í það minnsta að takmarka tjón.“Erlend viðskipti gætu tapast Heiðrún segir tjónið geta orðið margvíslegt. Til dæmis sé hætta á að samningar við erlenda aðila tapist. „Það felst auðvitað í því að vinna í landi mun stöðvast. Það er alltaf hætta á að starfsmenn hverfi til annarra starfa, það eru viðskiptavinir hér á landi og erlendis sem þurfa á afurðinni að halda og þessir aðilar leita þá einfaldlega annað eftir fiski. Hvort þau viðskipti tapist að öllu leyti er erfitt að segja til um og fer eftir því hversu lengi verkfall myndi standa,“ segir hún. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hvert beint fjárhagslegt tjón yrði. „Miðað við útflutningsverðmæti sjávarútvegs þá skiptir auðvitað hver dagur verulegu máli.“ Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna reyna nú að afstýra verkfallinu sem á að hefjast eftir tvo sólarhringa, en deiluaðilar ætla að funda síðdegis.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15 Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00 Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26 Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51 Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Sjómenn samþykkja undirbúning verkfallsaðgerða: „Verður fylgt eftir af fullri hörku“ Sjómenn segja þolinmæðina að þrotum komna. Hugsanlegar verkfallsaðgerðir gætu hafist í apríl. 18. janúar 2016 11:15
Munur á markaðsverði og skiptaverði mikill Svo virðist sem ekkert geti komið í veg fyrir verkfall sjómanna eftir að viðræður sigldu í strand í síðasta mánuði. Samningar lausir í fimm ár. Forgangskrafa sjómanna er að greitt sé markaðsverð fyrir aflann svo sjómenn fái réttan 21. október 2016 07:00
Bjartsýnn á sátt um fiskverð Sjómenn leggja niður störf á fimmtudag, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. 7. nóvember 2016 10:26
Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. 23. maí 2014 11:51
Útgerðarmenn segja til greina koma að draga einhverjar kröfur í land Ljóst er að báðir aðilar þurfa að draga úr kröfum sínum svo hægt verði að ná fram raunhæfum samningum, að sögn aðstoðarframkvæmdastjóra SFS. 29. desember 2015 16:00