Sjómenn gera ekki ráð fyrir vöfflum og rjóma á næstunni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:51 "Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna og útvegsmanna hafa verið lausir síðan í árslok 2010. Samningsnefndir hafa fundað með reglulegu millibili í tæp tvö ár en lítið þokast í viðræðum þeirra og mikið ber í milli. Samningsaðilar eru byrjaðir að funda stífar þessa dagana, síðasti fundur var haldinn í síðustu viku og er næsti fundur boðaður á mánudag. Vöfflur og rjómi í Karphúsinu eru þó ekki í sjónmáli enn sem komið er. Kröfurnar snúast að mestu leiti um hvort breyta eigi aflahlutaskiptakerfinu. „Kröfur okkar eru flóknar. Við viljum til að mynda að útgerðin bæti okkur upp sjómannaafsláttinn sem ríkið tók af okkur. En það eru ákveðin atriði sem þarf að laga og það er slæmt að ná því ekki fram,“ segir Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir að þrátt fyrir langan tíma í óvissu sé ekki farið að ræða vinnustöðvun. Það gæti þó komið til verði ekki farið í að semja. Hagsmunir sjómanna og útgerðar byggjast á afkomu af veiðum einstakra skipa, en nú fá sjómenn um 36-38 prósent af aflaverðmæti.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir að breyta þurfi hlutaskiptakerfinu á þann hátt að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigjalda og olíukostnaði, en hvoru tveggja hefur hækkað töluvert á milli ára. „Þetta er ein af okkar aðalkröfum. Þessi kostnaður er stór hluti af okkar rekstri og launin eru árangurstengd,“ segir Kolbeinn. „En það eru þó allir sammála um að þetta er mjög óæskilegt ástand.“Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir deilu þeirra sérstaka því hún sé frábrugðin hinum hefðbundnu kjaradeilum. Þó sé skynsamlegast að reyna að komast til sátta. „Deilan hefur snúist um fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem útgerðarmenn hafa verið í deilum um fyrirkomulag auðlindarskatts og annað. Það kemur ekki til álita hjá sjómönnum að greiða þann skatt. Og ég skil sjómenn að vilja ekki borga aðgang að auðlindum, það er útgerðarmannanna að gera það,“ segir Gylfi. Eins og fyrr segir, munu deilendur næst setjast við samningaborðið næstkomandi mánudag í húsi Ríkissáttasemjara. Tólf mál liggja nú á borði Ríkissáttasemjara.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira