BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 12:21 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni. Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
BHM telur að úrskurður kjararáðs um að hækka verulega laun forseta Íslands, alþingismanna og ráðherra til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. Kallar bandalagið eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Í ályktun BHM um málið segir að hækkun launa æðstu ráðamanna þjóðarinnar um allt að 44 prósent í einu skrefi sé í engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið bjóði opinberum starfsmönnum eða það sem samið sé um á almennum vinnumarkaði. „Samkvæmt launastefnu sem ríkisvaldið og sveitarfélögin styðja er gert ráð fyrir að laun hækki um 30,5% á fimm ára tímabili, frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Úrskurður kjararáðs um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta lýðveldisins er ekki í neinu samræmi við fyrrnefnda launastefnu. Hann er til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði. BHM kallar því eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. Markmið þeirrar endurskoðunar skal vera að skýra viðmiðunarreglur kjararáðs, fækka starfsstéttum sem undir það heyra og bæta verklag við ákvarðanir ráðsins. Viðmiðun ráðsins gæti t.d. byggt á annars vegar samanburði við launaþróun opinberra starfsmanna og hins vegar launaskriði á almennum vinnumarkaði. Reglulegar launabreytingar sem byggja á skýrum og gagnsæjum viðmiðunarreglum og samræmdum launagögnum eru forsenda sáttar um starf kjararáðs. Aðilar salek-samstarfsins hafa um skeið unnið að því að bæta vinnubrögð við samningagerð á íslenskum vinnumarkaði. Í þessari vinnu hefur BHM lagt áherslu á að traust þurfi að ríkja milli aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera svo sátt megi skapast um þau mikilvægu skref sem framundan eru. Ljóst er að úrskurðir kjararáðs eru ekki til þess fallnir að skapa traust á milli aðila og þeir grafa undan möguleikum á því að skapa sátt á vinnumarkaði. BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumarkaðslíkan nema umbætur á launaumhverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. BHM væntir þess að nýkjörið Alþingi bregðist skjótt við og greiði fyrir umbótum á vinnumarkaði með lagabreytingum um kjararáð svo koma megi í veg fyrir innbyrðis höfrungahlaup þeirra hópa sem undir það heyra,“ segir í ályktuninni.
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26
Hækkun launa alþingismanna hefur áhrif á eftirlaun og biðlaun Biðlaun og eftirlaun alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands eru í samræmi við launaskrá sem kjararáð ákvarðar hverju sinni. 31. október 2016 22:34
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13