Hálfri milljón barna stefnt í hættu í Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. október 2016 07:00 Mikill og svartur reykur berst frá olíustöð sem brennur skammt frá Debaga-flóttamannabúðunum, en þangað er von á hundruðum þúsunda flóttamanna á næstunni. vísir/EPA Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að meira en hálf milljón barna og fjölskyldur þeirra í Mosúl verði í mikilli hættu næstu vikurnar vegna hernaðaraðgerða írakska hersins og hersveita Kúrda. Hersveitirnar hófu í byrjun vikunnar sókn gegn vígasveitum Daish-samtakanna, sem nefna sig Íslamskt ríki og hafa haft Mosúl á sínu valdi í rúmlega tvö ár. Fjöldi barna hefur nú þegar flúið borgina og óttast er að mörg þeirra geti orðið innlyksa á svæðinu eða orðið fyrir árásum. Starfsfólk UNICEF kom í vikunni til bæjarins Al Houd, sem er skammt frá Mosúl. Þar hittu þau konu að nafni Zainab sem var þar með fjórum dætrum sínum. Hún sagðist vilja komast aftur heim til sín, til fjölskyldunnar og geta sent börnin sín þar í skóla. Þegar vígasveitir Daish-samtakanna náðu bænum á sitt vald fyrir tveimur árum lögðu þau undir sig hús fjölskyldu hennar. Hún þurfti að flytja til ættingja sinna og var aldrei örugg um líf sitt. „Við vorum hrædd, svöng og þurfandi allan tímann,“ sagði hún við starfsfólk UNICEF. Hún óttaðist sérstaklega um dætur sínar fjórar, því vígamennirnir tóku fjölmargar stúlkur frá fjölskyldum sínum. „Sonur minn er sex ára svo hann var ekki tekinn, en eldri drengir voru teknir í bardagasveitir eða settir í þjálfun til að verða uppljóstrarar fyrir aðila átakanna,“ sagði hún. UNICEF hefur, rétt eins og fleiri hjálparsamtök og alþjóðastofnanir, skorað á alla aðila átakanna að virða alþjóðalög og vernda börn. „Genfarsamningarnir og viðbætur við þá kveða skýrt á um að aðilar átaka skuli til dæmis gera greinarmun á almenningi og hermönnum,“ segir í tilkynningu frá UNICEF, „og þeir skulu beina aðgerðum sínum að hernaðarlegum skotmörkum eingöngu. Bannað er að skjóta á skóla, sjúkrahús, leikskóla og leikvelli.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00 ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59 ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36 Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Þúsundir flýja átök við Mosúl Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag. 20. október 2016 07:00
ISIS-liðar hefna sín á Kúrdum Vígamenn samtakanna réðust á opinberar byggingar í Kirkuk í morgun. 21. október 2016 10:59
ISIS myrtu hundruði í Mosul Fullyrt er að ISIS hafi myrt 284 menn og drengi í Mosul eftir að hafa nýtt þá sem mannlega skyldi. 22. október 2016 14:36
Óttast aukið flæði vígamanna til Evrópu með falli Mosul Þúsundir Evrópubúa hafa farið til Írak og Sýrlands til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. 18. október 2016 16:15