Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Anton Egilsson skrifar 24. október 2016 22:55 Það varðar sektum að loka búðum í Kringlunni. Jafnvel þó það sé Kvennafrídagur. Vísir/Valli/Stefán/Ernir Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira