Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum