Er með veitingastað ásamt besta vini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 10:15 Ragnheiður Lóa fyrir utan Austurbæjarskóla. Vísir/Stefán Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gömul ertu? Ég heiti Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir og er 12 ára en verð 13 ára 2. febrúar. Hvar býrðu og í hvaða skóla ertu? Ég bý til skiptis hjá mömmu og pabba, Kristjönu Stefánsdóttur og Ólafi Jens Sigurðssyni, viku hjá hvoru. Mamma býr í Mosfellsbænum og pabbi í Vesturbænum og ég er nemandi í Austurbæjarskóla. Hvað gerir þú yfirleitt eftir skólann? Ég leik oftast við vini mína eð a fer á körfuboltaæfingu, æfi með Val. En stundum fer ég í félagsmiðstöðina í skólanum. Hver eru helstu áhugamálin? Leiklist, körfubolti, tónlist og matreiðsla. Ég og Brynjólfur, besti vinur minn, erum með svona „pop up“ veitingastað sem heitir Le Panns. Ég er líka mjög heppin með foreldra því að ég fór fyrst í leikhús þegar ég var 10 daga gömul, þar sem pabbi var að leikstýra svo var ég mjög oft með honum á leikæfingum og svaf undir leikstjóraborðinu. Svo er mamma tónlistarkona og vinnur í Borgarleikhúsinu og ég hef farið á svo marga tónleika þar sem hún er að syngja að ég er löngu hætt að telja. Hvernig tónlist líkar þér best? Það fer svolítið eftir því í hvernig skapi ég er en ég á mér uppáhalds hljómsveit sem heitir One Direction og ég hlusta mikið á hana og líka bara alls konar tónlist. Áttu þér uppáhaldshlut? Já, körfuboltann minn og nokkrar myndir af mér og besta vini mínum. Ég bjó líka til minningakassa og setti hluti í hann úr gamla skólanum mínum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu síðasta sumar? Ég var mikið með vinum mínum og ferðaðist líka mikið um landið með mömmu þar sem hún var við tónleikahöld og ég var rótari.Svo fór ég til Akureyrar til besta vinar míns og var þar lengi, það var mjög gaman. Hefurðu farið til útlanda? Já, ég hef farið einu sinni til Danmerkur og fór þar á geðveika tónleika með One Direction í Parken í Kaupmannahöfn. Hvað langar þig að gera í framtíðinni? Mig langar mest að verða leikkona. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gömul ertu? Ég heiti Ragnheiður Lóa Ólafsdóttir og er 12 ára en verð 13 ára 2. febrúar. Hvar býrðu og í hvaða skóla ertu? Ég bý til skiptis hjá mömmu og pabba, Kristjönu Stefánsdóttur og Ólafi Jens Sigurðssyni, viku hjá hvoru. Mamma býr í Mosfellsbænum og pabbi í Vesturbænum og ég er nemandi í Austurbæjarskóla. Hvað gerir þú yfirleitt eftir skólann? Ég leik oftast við vini mína eð a fer á körfuboltaæfingu, æfi með Val. En stundum fer ég í félagsmiðstöðina í skólanum. Hver eru helstu áhugamálin? Leiklist, körfubolti, tónlist og matreiðsla. Ég og Brynjólfur, besti vinur minn, erum með svona „pop up“ veitingastað sem heitir Le Panns. Ég er líka mjög heppin með foreldra því að ég fór fyrst í leikhús þegar ég var 10 daga gömul, þar sem pabbi var að leikstýra svo var ég mjög oft með honum á leikæfingum og svaf undir leikstjóraborðinu. Svo er mamma tónlistarkona og vinnur í Borgarleikhúsinu og ég hef farið á svo marga tónleika þar sem hún er að syngja að ég er löngu hætt að telja. Hvernig tónlist líkar þér best? Það fer svolítið eftir því í hvernig skapi ég er en ég á mér uppáhalds hljómsveit sem heitir One Direction og ég hlusta mikið á hana og líka bara alls konar tónlist. Áttu þér uppáhaldshlut? Já, körfuboltann minn og nokkrar myndir af mér og besta vini mínum. Ég bjó líka til minningakassa og setti hluti í hann úr gamla skólanum mínum. Hvað gerðir þú í sumarfríinu síðasta sumar? Ég var mikið með vinum mínum og ferðaðist líka mikið um landið með mömmu þar sem hún var við tónleikahöld og ég var rótari.Svo fór ég til Akureyrar til besta vinar míns og var þar lengi, það var mjög gaman. Hefurðu farið til útlanda? Já, ég hef farið einu sinni til Danmerkur og fór þar á geðveika tónleika með One Direction í Parken í Kaupmannahöfn. Hvað langar þig að gera í framtíðinni? Mig langar mest að verða leikkona.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira