Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 20:28 Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og Sjálfstæðisflokkurinn fá að finna fyrir því í pistli Kára. vísir/vilhelm „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
„Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47