Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. janúar 2016 20:28 Brynjar Níelsson, Jón Gunnarsson og Sjálfstæðisflokkurinn fá að finna fyrir því í pistli Kára. vísir/vilhelm „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016 Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
„Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” Þetta segir Kári Stefánsson í pistli á Facebook-síðu sinni en þar svara hann gagnrýni þingmannanna Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar á hugmyndir hans um endurreisn heilbrigðiskerfisins. Kári ýtti undirskriftarsöfnun úr vör á föstudag og hafa um 36 þúsund manns nú skrifað undir. Brynjar sagði á föstudag að hugmyndir Kára myndu án efa fela í sér skattahækkanir – „ þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi,” sagði Brynjar á vefsvæði sínu. Jón Gunnarson tók í sama streng og vildi vita hvar Kári hefði í hyggju að skera niður á móti í ríkisútgjöldum til að fjármagna hugmyndir sínar. Sjá einnig: Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta „Svar við þessu er einfalt. Heilbrigðiskerfið er það tæki sem við notum til þess að hlúa að meiddum og sjúkum í okkar samfélagi. Við hljótum að gera þá kröfu til heilbrigðiskerfisins að það leyfi okkar að gera þetta eins vel og tíðkast í löndunum í kringum okkur. Ef við heykjumst á því að fjármagna kerfið að því marki að það geti þetta erum við að fallast á að lasnir og meiddir á Íslandi þjáist meira og deyi frekar eða fyrr en þeir myndu gera í löndunum í kringum okkur,“ segir Kári í pistil sínum.Kári Stefánsson safnar undirskriftum.vísir/GvaHann segir það ekki í samræmi við þær hugmyndir sem Íslendingar hafi um sig að fórna fólki fyrir brauð. „Þar af leiðandi legg ég til að við byrjum á því að fjármagna heilbrigðiskerfið þannig að geti sinnt skyldum sínum á borð við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur áður en við förum að skipta kökunni milli annarra málaflokka.“ Kári segir að þrátt fyrir gagnrýnina séu þingmennirnir tveir góðir og hjartahlýir menn – „og þess vegna skrifa ég þessa vitleysu þeirra á hvatvísi og hættulega tryggð við formann flokks þeirra sem þarf einmitt á því að halda að einhver segi honum til vamms í stað þess að etja honum á það exelskjala forað sem hann virðist svo elskur að,” segir Kári sem lýkur pistlinum á orðunum: „Við skulum vona að með þessu hafi þingmennirnir tveir ekki valdið flokki sínum of miklu tjóni vegna þess að það vill nefnilega svo til að velferðarkerfið sem okkur er svo annt um varð til á vakt þessa flokks sem hefur svo oft verið boðberi þeirrar félagshyggju sem honum finnst hann eigi að vera á móti.“Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt mig fyrir að standa fyrir undirskriftarsöfnun til stuðinings þeirri kr...Posted by Kari Stefansson on Sunday, 24 January 2016
Tengdar fréttir Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Sjá meira
Söfnun Kára orðin sú níunda stærsta Rúmlega 36 þúsund hafa skrifað undir áskorun Kára Stefánssonar til þingmanna um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 24. janúar 2016 20:00
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent