Fiktar við poppið í frístundum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. ágúst 2016 09:00 Helgi Sæmundur og Ólafur Arnalds hittast oft og gera saman beats. Anna Tara sér um að halda utan um verkefnið fyrir hönd dætranna. Fréttablaðið/Ernir Bítið við lagið Tista með Reykjavíkurdætrum gera Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur og Ólafur Arnalds auk þess sem Gnúsi Yones úr Amabadama sá um upptökur. Í dag kemur út myndband við lagið og er hægt að horfa á það hér að neðan. „Við Helgi erum oft að leika okkur að gera beats. Við hittumst stundum uppi í stúdíói með bjór og gerum beats okkur til gamans. Reykjavíkurdætur vissu af þessu og höfðu samband og báðu okkur um að gera lag fyrir þær. Ég hef lengi verið að leika mér í laumi að gera beats, það er alltaf gaman að vera með annan fótinn í svona poppstöffi,“ segir Ólafur Arnalds um hvernig þetta nýja lag sem hann og Helgi gerðu fyrir Reykjavíkurdætur varð til. „Þeir eru fáránlega góðir saman. Þeir voru í stúdíóinu saman stundum að prófa sig áfram – þannig að auðvitað kastaði ég þessu verkefni á þá til að nýta þetta samstarf þeirra,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, sem er heilinn á bak við lagið eða pródúserinn eins og hún kallar það.Stilla úr myndbandi Reykjavíkurdætra.Mynd/Reykjavíkurdætur„Ég er að halda utan um allt verkefnið og láta það rúlla hratt. Þetta er alls ekki korters langt lag þó að við séum allar í því, þetta er bara þrjár og hálf mínúta. Hver er bara með fjórar línur – þannig að boltanum er kastað mjög hratt okkar á milli. Það er annars ekkert eitt sérstakt þema í laginu nema í viðlaginu þar sem við segjum „fucking so“ sem er bara svona okkar viðhorf gagnvart okkar þessa dagana. Annars vil ég ekkert vera að fullyrða fyrir hönd þeirra,“ segir Anna Tara um hlutverk sitt í laginu og um hvað það fjalli. Allar Reykjavíkurdætur nema tvær koma fram í laginu og því ansi stór hópur þarna á ferð. Það er örugglega ekki auðvelt að taka lagið á tónleikum, eða hvað? „Við héldum fyrsta að við yrðum að skipuleggja þetta allt öðruvísi á tónleikum en þegar við kýldum svo á þetta virkaði það bara. Við skipulögðum mjög vel hver rétti hverri „mæk“ en síðan eru ekki alltaf sömu stelpurnar á tónleikum og ekki sami fjöldinn af mækum þannig að þetta fór bara að rúlla einhvern veginn – en það hefur bara alltaf gengið mjög vel, því að það stíga allar fram, það er svo fljót skipting. Þetta heldur laginu mjög lifandi.“ Laginu fylgir myndband og má horfa á það hér að neðan. Katrín Ásmundsdóttir leikstýrir því og Timothée Lambrecq sér um kvikmyndatöku og klippingu. Auk Reykjavíkurdætra, Helga Sæmundar og Ólafs Arnalds sá Gnúsi Yones úr Amabadama um upptökur á laginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst. Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bítið við lagið Tista með Reykjavíkurdætrum gera Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur og Ólafur Arnalds auk þess sem Gnúsi Yones úr Amabadama sá um upptökur. Í dag kemur út myndband við lagið og er hægt að horfa á það hér að neðan. „Við Helgi erum oft að leika okkur að gera beats. Við hittumst stundum uppi í stúdíói með bjór og gerum beats okkur til gamans. Reykjavíkurdætur vissu af þessu og höfðu samband og báðu okkur um að gera lag fyrir þær. Ég hef lengi verið að leika mér í laumi að gera beats, það er alltaf gaman að vera með annan fótinn í svona poppstöffi,“ segir Ólafur Arnalds um hvernig þetta nýja lag sem hann og Helgi gerðu fyrir Reykjavíkurdætur varð til. „Þeir eru fáránlega góðir saman. Þeir voru í stúdíóinu saman stundum að prófa sig áfram – þannig að auðvitað kastaði ég þessu verkefni á þá til að nýta þetta samstarf þeirra,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, sem er heilinn á bak við lagið eða pródúserinn eins og hún kallar það.Stilla úr myndbandi Reykjavíkurdætra.Mynd/Reykjavíkurdætur„Ég er að halda utan um allt verkefnið og láta það rúlla hratt. Þetta er alls ekki korters langt lag þó að við séum allar í því, þetta er bara þrjár og hálf mínúta. Hver er bara með fjórar línur – þannig að boltanum er kastað mjög hratt okkar á milli. Það er annars ekkert eitt sérstakt þema í laginu nema í viðlaginu þar sem við segjum „fucking so“ sem er bara svona okkar viðhorf gagnvart okkar þessa dagana. Annars vil ég ekkert vera að fullyrða fyrir hönd þeirra,“ segir Anna Tara um hlutverk sitt í laginu og um hvað það fjalli. Allar Reykjavíkurdætur nema tvær koma fram í laginu og því ansi stór hópur þarna á ferð. Það er örugglega ekki auðvelt að taka lagið á tónleikum, eða hvað? „Við héldum fyrsta að við yrðum að skipuleggja þetta allt öðruvísi á tónleikum en þegar við kýldum svo á þetta virkaði það bara. Við skipulögðum mjög vel hver rétti hverri „mæk“ en síðan eru ekki alltaf sömu stelpurnar á tónleikum og ekki sami fjöldinn af mækum þannig að þetta fór bara að rúlla einhvern veginn – en það hefur bara alltaf gengið mjög vel, því að það stíga allar fram, það er svo fljót skipting. Þetta heldur laginu mjög lifandi.“ Laginu fylgir myndband og má horfa á það hér að neðan. Katrín Ásmundsdóttir leikstýrir því og Timothée Lambrecq sér um kvikmyndatöku og klippingu. Auk Reykjavíkurdætra, Helga Sæmundar og Ólafs Arnalds sá Gnúsi Yones úr Amabadama um upptökur á laginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst.
Tónlist Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“