Bjarni fékk umboð frá forseta og stefnir á forsætisráðherrann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. desember 2016 17:09 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er kominn með formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar. Þessu greindi Bjarni frá að loknum hálftímalöngum fundi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Fyrr í dag fundaði Guðni með Benedikt Jóhannessyni, formanni Viðreisnar, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, og lýstu yfir vilja að ganga til formlegra viðræðrna við Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni sagðist hafa farið yfir viðræður sínar við Bjarta framtíð og Viðreisn. Samkomulag væri á milli flokkanna að láta reyna á myndun ríkisstjórnar og greina frá stöðu mála formlega eins og gert væri í dag. Fyrir liggur að gangi viðræðurnar eftir verði Bjarni forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Viðræður um sjávarútvegs- og Evrópumál eru langt komnar að sögn Bjarna en lengra er í land í öðrum málum, til dæmis er varðar stjórnarskrá og uppbyggingu innviða. Hann segir mikilvægt að fara ekki hraðar yfir en fæturnir geta borið en ótvírætt sé að viðræðurnar eru lengra komnar en síðast þegar flokkarnir þrír áttu í formlegum viðræðum.Bjarni sagði að í viðræðunum væri gert ráð fyrir að hann gegndi forsætisráðherra stöðu í nýrri ríkisstjórn en rétt væri að taka fram að ekki væri búið að ljúka við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hann reiknaði með því að þeirri vinnu yrði lokið ekki seinna en 24. janúar þegar Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Árlegur ríkisráðsfundur er á Bessastöðum á morgun þar sem ráðherrar funda með forseta Íslands.Blaðamannafundur Bjarna á Bessastöðum var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku frá honum í spilaranum að ofan.Að neðan má sjá yfirlýsingu forseta Íslands að loknum fundinumYfirlýsing forseta Íslands Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, skilaði fyrir hönd þess flokks umboði forseta til stjórnarmyndunar. Þingstörf tóku þá við og hlé var gert á formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem nyti meirihlutastuðnings á Alþingi. Frá því að þingi var frestað hafa átt sér stað óformlegar viðræður fulltrúa Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks um möguleika á stjórnarsamstarfi þessara flokka. Fyrr í dag gengu Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, á fund minn og lýstu vilja til að ganga til formlegra viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar þessara flokka, undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfar þessa fundar, og í ljósi undangenginna viðræðna, boðaði ég Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund minn. Að loknum samræðum okkar um stöðu mála fól ég honum umboð til stjórnarmyndunar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Sjá meira
Bein útsending: Bjarni Benediktsson heldur til Bessastaða Fundar með forseta Íslands klukkan 16:30. 30. desember 2016 15:18
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent