Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2016 21:00 Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent