Lífið

Sara seldi þúsundir sara fyrir jólin: Náði ekki að anna eftirspurn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sörur.
Sörur. Vísir/Skjáskot
Sara Dögg Guðnadóttir hefur farið nokkuð nýstárlega leið að því að fjármagna fimleikaæfingar dóttur sinnar. Undanfarin ár hefur hún tekið upp á því að baka sörur fyrir jólin og auglýsa þær til sölu á Facebook.

Í samtali við Vísi segist Sara hreinlega ekki hafa annað eftirspurn.

„Ég eyddi allt að 16 tímum á sólarhring í baksturinn og það var alveg 10 daga í röð“ sagði Sara sem fyrir jólin í ár hefur selt heil 3500 stykki af sörum.

Eftirspurnin var svo mikil að Sara neyddist til þess að loka á pantanir svo hún gæti sinnt einhverju öðru en bakstrinum.

„Ég varð auðvitað sjálf að fara að sinna jólunum og fjölskyldunni svo ég varð að taka pásu þessa daga fyrir jól“ segir Sara en hún býst við því að halda bakstrinum áfram á milli jóla og nýárs.

Hugmyndina að fjáröfluninni fékk Sara í samtali við vinkonu sína fyrir nokkrum árum.

„Fyrir nokkrum árum var ég í vandræðum með það hvernig ég ætti að fjármagna fimleikaferð dóttur minnar. Þá var kominn 17.desember og vinkona mín í einu kvöldspjallinu kom með þá hugmynd að ég ætti að baka sörur. Og það sló svona líka í gegn!“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.