Vegir eins og í þriðjaheimsríki Benedikt Bóas skrifar 28. desember 2016 06:00 Þörf er á að auka fjármagn til innviða og auka fræðslu til að vegir landsins geti talist öruggir. 17 hafa látist í bílslysum á árinu. vísir/vilhelm Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Margir þessara ferðamanna halda út á vegina án nokkurrar kunnáttu í því að aka bíl á íslenskum vetri. „Við erum svolítið þriðjaheimsland þegar kemur að vegakerfinu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.G. Pétur MatthíassonTöluvert hefur borið á pirringi á samfélagsmiðlum í garð erlendra ferðamanna sem aka um vegi landsins á misvel útbúnum bílaleigubílum. Sérstaklega eftir jólahátíðina þegar vetur skall á með öllum sínum þunga. „Við höfum verulegar áhyggjur af umferðaröryggi og erum búin að hafa þær mjög lengi vegna ferðamanna,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Að sögn G. Péturs var blikkljósum fjölgað við einbreiðar brýr í haust og verið er að vinna að rannsókn á hvar ferðamenn stansa helst á vegum. Þá verður farið í átak í sumar vegna yfirborðsmerkinga. „Við erum með fjárveitingar fyrir vetrarþjónustuna eins og á meðalvetri en við erum búin að vera að hífa þjónustuna upp. Ef það á að bæta í þjónustuna þarf meira fé,“ segir hann. Stutt er síðan fréttir voru sagðar af um 40 bílum sem sátu fastir á Reynisfjalli, þar sem langflestir ökumenn voru frá Asíu. Í fjárlögum sést að framlög til Vegagerðarinnar voru tæpir 24 milljarðar í ár en verða 100 milljónum króna lægri á næsta ári. Er það ríflega 13 milljörðum króna lægri upphæð en samþykkt var í samgönguáætlun. Að mati Samtaka iðnaðarins vantar um 10 milljarða króna árlega í vegakerfið og uppsöfnuð þörf er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Í meistararitgerð Sigríðar Lilju Skúladóttur í umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands í desember kemur fram að þau akstursskilyrði sem erlendum ferðamönnum þótti erfiðast að keyra við tengdust malarvegum, veðri og ástandi vega. Verstu vegirnir voru á Aust- og Vestfjörðum. Rannsóknin byggðist á tæplega 1.100 svörum erlendra ferðamanna.Runólfur Ólafssonvísir/auðunnAlls hafa 17 látist á árinu í bílslysum og 16 létust í fyrra sem er mikil fjölgun því árið 2014 létust fjórir. Fimm erlendir ferðamenn létust í umferðinni í fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs lentu 143 útlendingar í bílslysi. Runólfur segir að á sama tíma og sprenging hefur orðið í notkun vega hafi aldrei farið hlutfallslega minna af landsframleiðslu til uppbyggingar eða viðhalds innviða vegakerfisins eftir hrun. „Það hefur borið á því að kínverskir ferðamenn hafa ekki verið nægilega vel að sér. Ég veit að yfirvöld hafa verið að skoða einhverjar leiðir því að ef Íslendingur ætlar að keyra um í Kína þá þarf hann að fara í sérstakt ökupróf. Þetta er að einhverju leyti spurning um fræðslu og upplýsingar. Landslagið getur verið fljótt að breytast ef ferðamenn telja að það stafi ógn af því að ferðast um landið. Það þýðir ekki að skófla fólki inn í bíl og segja bara góða ferð. Það þarf að gera ráðstafanir og huga að innviðum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Hér að neðan má sjá aðeins lítið brot af dæmum þar sem erlendir ferðamenn fara á kostum. Stikkprufurnar eru allar frá síðustu dögum. Ekkert er minnst á akstur í vetrarfærð í myndbandi Inspired by Iceland um akstur á íslenskum vegum.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira