Sport

Rússar viðurkenna skipulagða lyfjanotkun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Því hefur oft verið haldið fram að yfirvöld í Rússlandi hafi átt þátt í svindlinu en því neita Rússar. Hér er Vladimir Pútin forseti með rússneskum íþróttamönnum.
Því hefur oft verið haldið fram að yfirvöld í Rússlandi hafi átt þátt í svindlinu en því neita Rússar. Hér er Vladimir Pútin forseti með rússneskum íþróttamönnum. vísir/getty
Rússar hafa í fyrsta skipti viðurkennt að þeir hafi staðið fyrir skipulagðri lyfjanotkun hjá íþróttamönnum sínum.

Þó svo nokkuð sé síðan flett var ofan af þessu svindli Rússanna hafa þeir hingað til ekki viljað viðurkenna neitt um skipulagði svindlið sem stóð yfir í mörg ár.

Það var ekki bara að íþróttamenn Rússa hefðu verið á ólöglegum lyfjum heldur var átt við lyfjasýni á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí árið 2014. Í síðustu viku var byrjað að skoða mál 28 rússneskra íþróttamanna á leikunum.

Þó svo Rússar viðurkenni nú svindlið neita þeir því að yfirvöld í landinu hafi komið þar nálægt.

Yfirvöld í Rússlandi hafa sett sína eigin rannsókn á þessu svindli í gang og þar á meðal annars að komast að því af hverju íþróttamennirnir hafi verið viljugir til þess að taka þátt í svindlinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×