Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum látinn: Rauði krossinn vill bættan sálrænan stuðning fyrir hælisleitendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2016 19:00 Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira