Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum látinn: Rauði krossinn vill bættan sálrænan stuðning fyrir hælisleitendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. desember 2016 19:00 Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Hælisleitandinn sem bar eld að klæðum sínum fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi í síðustu viku er látinn. Sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir ástandið í Víðinesi vera slæmt. Þar sé fólk einangrað og aðgerðarlaust og bæta þurfi sálrænan stuðning við hælisleitendur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsnæði Útlendingastofnunar í Víðinesi síðastliðinn miðvikudag, en þar hafði hælisleitandi hellt yfir sig bensíni og kveikt í. Maður sem var frá Makedóníu hlaut þriðja stigs brunasár og er nú látinn. Maður var staddur einn á Íslandi en bróðir hans er kominn til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði maðurinn sýnt einkenni alvarlegs þunglyndis um nokkurn tíma. Sama dag var lögregla einnig kölluð út í Víðines þar sem annar hælisleitandi hafði hótað að skaða sjálfan sig. „Ég held að svona atburðir geti ekki haft jákvæð áhrif á aðra íbúa. Við fórum inn með mjög færa sérfræðinga á sviði áfallahjálpar til að reyna tala við fólk og reyna ná utan um þennan mjög sorglega atburð“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. Útlendingastofnun tók búsetuúrræðið í Víðinesi í notkun tímabundið vegna mikillar fjölgunar hælisleitenda hér á landi. Atli Viðar segir úrræðið ekki ásættanlegt. „Við höfum gagnrýnt aðstæður þar, bæði til Útlendingastofnunar og til ráðuneytisins. Úrbætur hafa verið hægari heldur en við hefðum viljað sjá. Við myndum segja að aðstæður á víðinesi væru ekki fullnægjandi. Fólk kvartar yfir mikilli einangrun, skort á samgöngum, lélegu interneti og aðgerðarleysi. Einhverjir hafa orðað það þannig að það sé lítið annað að gera en að horfa út á haf,“ segir Atli. Hann segir að atburður síðustu viku sýni vel að það þurfi að auka sálfræðiaðstoð við hælisleitendur. „Hún er í boði en hún er alls ekki eins skilvirk og eins snögg eins og við hefðum vilja sjá. Þannig að beiðnir sem berast um sálfræðiviðtöl það getur liðið talsverður tími þar til hægt er að verða við þeim óskum,“ segir Atli.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira