Lífið

Þessi hlutu Kraumsverðlaunin 2016

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Verðlaunahafarnir í dag.
Verðlaunahafarnir í dag. vísir/ernir
Kraumsverðlaunin, plötuverðlaun tónlistarsjóðsins Kraums, voru afhent í níunda sinn í dag. Verðlaununum er ætlað að kynna og styðja við útgáfustarfsemi íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita með því að verðlauna og vekja sérstaklega athygli á því sem er nýtt og spennandi og þeim verkum sem þykja skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika.

Verðlaunin voru afhent klukkan 17 í dag á tónleikastaðnum Húrra við Tryggvagötu og alls voru 25 plötur tilnefndar til verðlaunanna í ár.

Kraumsverðlaunin 2016 hljóta eftirfarandi listamenn fyrir plötur sínar:

· Alvia Islandia - Bubblegum Bitch

· Amiina - Fantomas

· GKR - GKR

· Gyða Valtýsdóttir - Epicycle

· Kælan mikla - Kælan mikla

· Páll Ívan frá Eiðum – This is my shit

Allar íslenskar plötur sem komu út á árinu áttu möguleika á að hreppa verðlaunin, hvort sem þær voru gefnar út á geisladis, vínyl eða á netinu.

Kraumsverðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2008 og hafa alls 39 íslenskar hljómsveitir og listamenn hlotið þau fyrir verk sín.

Dómnefndina í ár skipuðu: Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×